Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 31

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 31
Æskumöppur Halló, póstur. Ég hef verið áskrifandi að blað- ir|u í rúm tvö ár. Ég tók við henni af bróður mínum og mamma var lengi vel áskrifandi á undan honum. Ég bið alltaf spennt eftir næsta blaði °9 þegar ég fæ það loksins í hend- Ur les ég það svo rækilega að ég kann það næstum því utan að. En nu langar mig til að spyrja þig nokk- urra spurninga: 1 • Má maður senda efni í blaðið? 2- Hvað eru áskrifendur Æskunnar margir? 2- Er enn hægt að fá möppur merktar Æskunni? 4- Má maður senda myndir í ..Mynd mánaðarins"? Ef svo er, faer maður myndirnar til baka? Eru öll bréf birt sem Æsku- póstinum berast? 6- Veistu eitthvert ráð handa þeim sem eru andvaka um nætur? Með bestu kveðju, Þ. Á. 12. ára. 1. 2. 3. 4. 5. 6. Gjörðu svo vel. Við erum alltaf að hvetja lesendur til þess. Við viljum fá sögur, brandara og ekki síst fréttapistla af félagslíf- inu í heimabyggð lesenda. Húmlega 10.000 Já, þær eru mjög vinsælar og fást í Bókabúð Æskunnar að Laugavegi 56. Við sendum þær iíka út á land gegn póstkröfu. Já. Myndirnar eru sendar til baka sé óskað eftir því. Nei, þau komast ekki öll að. Þennan mánuð höfum við t. d. fengið eitt hundrað bréf sem í eru einungis óskir um vegg- myndir. Það væri glórulaust að birta þau öll. Við látum þau bréf 9anga fyrir sem eru skemmtileg eða frábrugðin öðrum að ein- hverju leyti. Það er erfitt að gefa óbrigðul ráð vegna þess að vandinn er per- sónulegs eðlis. Þó vitum við að mikil kaffi- eða kókdrykkja getur haldið vöku fyrir fólki. Æskilegt er að fólk reyni að slaka á fyrir svefn og forðast að hugsa um vandamál hversdagslífsins. Það er að vísu hægara sagt en gert en það má reyna. Reglusamt líf- erni í hvívetna; bindindi, útivera, hreyfing og neysla næringarríkr- ar fæðu eru nokkur af grundvall- arskilyrðum fyrir því að fólki líði vel og þá fer það kannski að eiga betra með að sofa. Culture Club Halló, Æska! Ég ætla að byrja á því að þakka fyrir frábært blað. Svo ætla ég að sþyrja nokkurra spurninga sem ég óska eftir að fá svör við: 1. Hvenær var hljómsveitin Cult- ure Club stofnuð? 2. Hvað er Boy George gamall? 4. Er hann með hárkollu? 5. Vitið þið eitthvað meira um Cult- ure Club? Látið það þá fylgja. Ég er svo með tillögu um plakat með Boy George eða þá mynd. Ég er ósammála því að Tommi og Jenni verði bannaðir. Culture Club-aðdáandi. Culture Club var stofnuð í apríl 1981 Boy George er 23ja ára. Hann skartar eigin hári. Við lumum á upplýsingum um Culture Club sem myndu fylla heila bók. Eitt af því sem við vitum er að trymbillinn Jon Moss var áður í rokkhljóm- sveitinni frábæru Clash og eins í pönksveitinni Damned. Boy Ge- orge var „uppgötvaður" af Malcolm McLaren, þeim sem kom pönkinu og nýbylgjunni af stað með því að stofna og stjórna pönksveitinni Sex Pistols. Malcolm fékk Boy George til að starfa með nýrokkurunum Bow Wow Wow í smátíma (Bow Wow Wow hét áður The Ants og spilaði undir hjá Adam Ant). í 3ja tbl. Æskunnar '84 var fjöldi merki- legra Ijósmynda af Boy George þar sem hann mátaði ýmsa stíla í hár- greiðslu o. fl. Teiknimynda- samkeppni Kæri Æskupóstur. Mig langar til að spyrja tveggja spurninga. 1. Er hægt að senda teiknimynd í Mynd mánaðarins? 2. Getur Æskan efnt til samkeppni í teiknun plakata eða annarra mynda? Margrét Sigurðardóttir, 11 ára. P.s. Ég er með teikniæði. 1. Nei. Það verða að vera Ijós- myndir. 2. Það verður ekki langt í að við gerum það. Erlendir pennavinir Kæri Æskupóstur Ég er mikill aðdáandi Æskunnar og finnst hún alltaf betri og betri með hverju nýju blaði, sérstaklega eftir að Æskupósturinn og pennavina- dálkarnir komu. Mig langar mikið til að koma ensku blaði sem hefur pennavina- dálk á framfæri. Ég hef sjálf skrifað þangað og fékk mjög marga pennavini frá mörgum löndum. Heimilisfangið er: Look And Learn, IPCC Magazines LTD, Kings Reach Tower, Stanford Street. London SEI 9LS, England. Með þökk fyrir birtinguna, J 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.