Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 34

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 34
ISLANDSMOTIÐ I KNATTSPYRNU: KR-INGAR HAFA OFTAST UNNIÐ íslandsmótið í knattspyrnu hófst um miðjan maí sl. 10 lið leika í 1. deild. Fram og KA bætast í hópinn frá því í fyrra í stað ÍBV og ísfirðing sem féllu niður í 2. deild. íslands- og bikarmeistararnir, ÍA, eru taldir sigurstranglegri en önnur lið veita þeim líklega harða keppni. Þó nokkuð verður um breytingar hjá liðunum; nokkrir leikmenn flytjast á milli þeirra, sumir hætta og efnilegir árgangar koma upp í meistarflokk. Allt getur þetta sett svolítið strik í reikninginn og gerir alla spá erfiða. Frá upphafi íslandsmótsins,1 1912, hafa KR-ingar oftast unnið íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu hann í fyrsta skipti 1912 en Fram síðan næstu sex árin. - Hér fyrir neðan getur að líta hverjir hafa oft- ast unnið titilinn: KR: 20 sinnum Valur: 17 sinnum Fram: 15sinnum ÍA: 11 sinnum Víkingur: 4 sinnum ÍBK: 4 sinnum Við fengum fjóra þekkta knatt- spyrnumenn til að giska á úrslit mótsins í ár og fara svör þeirra hér á eftir. Ögmundur Kristinsson, Víkingi: „Ég spái því að Akurnesingar haldi íslandsmeistaratitlinum, Fram verði í öðru sæti og KR í þriðja. Ég spái að Akureyrarliðin tvö, KA og Þór, verði í fallbaráttunni.“ Ingi Björn Albertsson fyrr- um liðsmaður Vals: „Mín óskhyggja er auðvitað sú að Valur verði númer eitt. Liðið er til alls víst ef það nær að stilla saman því að í því eru margir góðir leik- menn. Skagamenn eru sterkir og miðað við árangur þeirra á síðasta ári spái ég því að þeir sigri á íslandsmótinu. Ég vil helst ekki spá um hvaða lið verða í fallbaráttunni en þó gæti ég trúað að Þór muni eiga í vandræðum. Sigurður Halldórsson, ÍA: „Akurnesingar eru sigurstranglegir en hitt ber að líta á að það er erfitt að leika í deildinni sem meistari, - halda toppnum. Ég held að mótið í ár verði miklu jafnara en oft áður. Ég hef mikla trú á því að Framarar eigi eftir að koma okkur á óvart. Það er mikið af ungum og efni- legum mönnum í liði þeirra. Þeir verða tvímælalaust komnir með topplið eftir 2-3 ár. Hvað fallbarátt- unni við kemur þá á ég von á því að það verði basl á KA.“ —^ 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.