Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 40

Æskan - 01.05.1984, Blaðsíða 40
GLÆSILEGT SUMARTILBOÐ í tilefni Ólympíuleikanna, sem haldnir eru í Los Angeles í sumar, bjóðum við áskrifendum Æsk- unnar bók sumarsins, Ólympíuleikar að fornu og nýju eftir Ingimar Jónsson námstjóra, með 30% afslætti, þ. e. fyrir 553.30 kr. Ólympíuleikarnir, með hinni ólýsanlegu spennu; fögnuði yfir unnum sigri; vonbrigðum þess sem lýtur í lægra haldi; óvæntum úrslitum; ótrúlegum afrekum; eru stórfenglegur íþróttaviðburður sem öll heimsbyggðin fylgist með. Þegar horft er fram til leikanna og vöngum velt um væntanleg úrslit - þegar hugurinn reikar til baka að þeim liðnum - meðan fylgst er með keppninni í sjónvarpi - er ómetanlegt að hafa í höndum bókina Ólympíuleikar að fornu og nýju, fróðlega og fallega! í bókinni er saga leikanna rakin, sagt frá íþrótta- görpum og spennandi keppni um met og sigra. ítar- lega er fjallað um þátttöku íslendinga fyrr og síðar. Skrá yfir sigurvegara fylgir. Á annað hundrað mynda prýða bókina og gera hana sérstaklega áhugaverða. Áskrifandi — þetta er tilboð okkar fyrir alla fjölskylduna. Ef einhver íþróttaunnandi er í fjöl- skyldunni skaltu vekja athygli hans á því. Athugið að tilboðið gildir aðeins til 15. júlí. Hér að neðan er pöntunarseðill - en að sjálfsögðu má skrifa sérstaka pöntun. Þess skal þá gætt að allar upplýsingar komi fram. Burðargjald leggst við verð bókarinnar sem að þessu sinni verður send í póstkröfu. ÚR BÓKINNI - AFREK VILHJÁLMS EINARSSONAR "Vilhjálmur var nú 13. í stökkröðinni (af 22, er komist höfðu í aðalkeppnina). Keppendur virtust nú vanda atrennu sína meira en um morguninn og leið talsvert löng stund áður en kom að Vilhjálmi að stökkva. Loks kom að honum, og hann stökk - ógilt, stökkdómar- inn lyfti rauðu veifunni. Þetta var afleitt, því stökkið virtist langt. Þá var að bíða þess næsta, því enginn getur notið sín í þriðja stökki eftir tvö ógild. Nú höfðu margir keppenda stokkið um og yfir 151/2 metra. Var nokkur von um að hann yrði framarlega meðal allra þessara frægu stökkvara? Um síðir kom aftur að Vilhjálmi. Hann breytti atrennulengd sinni dálítið, skokkaði hægt af stað, eins og hann var vanur, jók hraðann og hitti plankann á fullri ferð. Hoppið virtist ekki mjög langt og ég hélt að stökkið yrði ekki nema svo sem meðalstökk, en skref hans var tröllslegt og lyftingin og framsveifla fótanna í stökkinu eins og best varð á kosið. Hann kom niður langt aftur í gryfjunni. En hvað var þetta - rak hann ekki höndina niður? Og stökkdómararnir voru í óða önn að athuga stökkplankann. Til allrar hamingju kom svo hvíta veifan og stökkið var gilt. Mér létti ákaflega. En stökkið gat varla verið langt; höndin kom niður. Mennirnir við töfluna settu einhverja tölustafi upp . . . 25 - þeir byrjuðu oft á öftustu stöfunum. Hvað voru X Ég erfélagi í Bókaklúbbi Æskunnar □ Ég óska að gerast félagi í Bókaklúbbi Æskunnar □ Ég óska að kaupa bókina Ólympíuleikana að fornu og nýju □ Vilhjálmur í Melbourne. Hvað gerir Einar í Los Angeles? þeir að setja upp? 15 - eða var það 16? Ég þorði ekki að trúa eigin augum, aö stökk, sem mælt var að hendi, gæti verið svona langt. Ég spurði þann næsta - og heyrði næstum samtímis rödd þularins í hátalar- anum: “Number 638, mr. Einarsson of lceland, has just set an Olympic Record by jumping 53 feet 4 inches’’ (16,25 meter - var seinna breytt í 16,26 m)- Hjartað hoppaði í brjósti mér. Þetta var svo óvænt, svo hrífandi, að ég gat naumast áttað mig á þessu." (Lýsing Ólafs Sveinssonar fararstjóra) Daginn eftir mátti lesa á forsíðu Morgunblaðsins „íslendingur kom öllum á óvart” og síðan „Vilhjámur Einarsson vann frábærasta afrek íslenskra íþrótta- manna, er hann í gær varð 2. í þrístökkskeppni Ólympíuleikanna.” Nafn Heimili Póstnúmer Staðfestina foreldris Sími j J 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.