Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1989, Page 29

Æskan - 01.10.1989, Page 29
UR RIKI NATTUBiUIIAR Umsjón: Óskar Ingimarsson Olíuviður I frásögnum af Nóaflóðinu er þess getið að dúfa Nóa sneri aftur með °líuviðargrein í nefinu til merkis um að flóðið væri sjatnað. Olíuviður er raunar nefndur oft í Biblíunni, og Olíufjallið í Jerúsalem dregur nafn sitt af honum. Olíuviður eða smjörviður er 10-20 metra hátt tré sem líklega er upprunnið 1 löndunum við sunnanvert Miðjarðar- J*af en ræktun þess hófst í Norður-Afr- jku og á eynni Krít 3-4000 árum f.Kr. j^óan barst tréð svo til Grikklands og talíu 0g annarra Miðjarðarhafslanda. ^tðar fóru menn einnig að rækta það í ^uieríku og jafnvel Ástralíu. Hvaða nytjar hafa menn svo af olíu- Vlði? Aldinin nefnast ólífur og úr þeim er pressuð olía sem ýmist er höfð til j^atar eða notuð í iðnaði, allt eftir því hvernig hún er unnin. Þegar pressun er 't'l og enginn hiti fæst svokölluð „jóm- rúrolía“. F>að er besta olían en samt ekki sú sem mest er notuð í mat; við ana þarf meiri pressun. Lélegasta teg- undin er baðmolía, höfð í sápu, smyrsl o.fl. Þa eru aldinin pressuð mikið við uáan hita. . Talið er að nokkur hundruð milljón- lr olíutrjáa séu í Suður-Evrópu. Lang- me?t framleiðsla á ólífuolíu er á Spáni Jtalía og Grikkland koma þar á eftir. ’ða eru grænar ólífur súrsaðar og seld- ar eins og hver önnur niðursuðuvara, eirikum í Kaliformu og Grikklandi. ru þær hafðar með kjötréttum líkt og SUrsaðar gúrkur. Olíutré í ræktun verða allt að 20 etrar á hæð og ummálið allt að 5 ^ etrar. Vitað er um enn gildvaxnari tré stöku stað. Trén geta orðið mjög ^ontul, t.d. er ekki ólíklegt að sum lrra sem uxu í Getsemanegarði á dög- Eldgamalt olíutré. wmm AL \ 7 'K • 5:1 mC/ Jf V ‘ ' UFl 'Æ& 1 um Krists séu enn uppistandandi. Þau | eru upphaflega einstofna en klofna oft | með aldrinum í marga stofna og verða | furðulega undin og hnýtt eins og sést á | myndinni sem fylgir þessari grein. Blöð olíutrésins eru lítil og leður- | kennd, dökkgræn að ofan en gráleit að | neðanverðu. Haldið er að upprunalegu, i villm olíutrén hafi verið með þyma en | ræktuð tré eru þyrnalaus. Blómin | standa í klösum í blaðöxlunum og em | hvít að lit. Þau bera þægilegan ilm. | Aldinin geta verið breytileg að lögun, | stærð og lit. Til em kúlulaga, egglaga | og aflöng aldini og jafnvel fleiri gerðir | og þau eru ýmist græn, rauðleit, fjólu- | blá eða svört. Þyngdin er að jafnaði um = 10 grömm. Æskan 29

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.