Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1994, Page 6

Æskan - 01.06.1994, Page 6
spyrja dálítið um landið og vilja gjarna vita hvernig ég segi hitt og þetta á íslensku." SUM HÚS ÚR KASSA- FJÖLUM OG PAPPA ... - Hvernig eru íbúðarhúsabygg- ingarnar? „Mjög misjafnar. Við erum í á- gætu húsi úr steypu og timbri. Þannig eru húsin innan girðingar- innar. Hús foreldra Estrellu er bara ágætt þó að það sé ekki eins gott og okkar. Það er kannski millistig. En mörg húsin í Chacabuco eru illa smíðuð. Þau eru úr kassafjölum og pappa bætt við. Þaö er kalt í þeim. Fólkinu virðist vera alveg sama hvernig húsin eru. Það getur verið í fínum fötum og átt sjónvarp og fleiri tæki þó að húsin séu léleg. Þetta fer reyndar eftir atvinnu fólks. Margir eru fátækir en tann- læknar og fleiri eiga góð hús.“ - Hvernig eru húsin kynt? „Öll með kabyssum. Sumir kynda bara á daginn en heima hjá okkur höfum við eld í ofninum allan sólarhringinn þegar kalt er. Mamma vaknar stundum til að bæta viði á eldinn. Á daginn sér vinnukonan um það.“ - Eru vinnukonur hjá öllum fjöl- skyldum? „Ég held að það séu vinnukonur hjá flestu fólki. Þær hreinsa og elda. Sums staðar eru þær bara hálfan daginn.“ - Hafið þið verið víðar í Síle? „Já, við vorum í Vina del Mare frá því í nóvember og fram í mars. Bátarnir voru í slipp og pabbi var að fylgjast með eftirliti og viðgerð- um. Við leigðum þar íbúð og síðar hús. Þar er hlýrra en í Chagabugo. Þar er baðströnd og bíó og skemmtilegt að vera. Sjórinn er samt ekkert mjög hlýr.“ - Og nú heldur þú galvösk aftur til Suður-Ameríku ... „Já, og líst bara vel á það. Það er ágætt að vera í Síle.“ „Gangandi pylsuvagn" i Aisen. Rannveig tendrar kerti við altari. 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.