Alþýðublaðið - 11.04.1923, Page 2

Alþýðublaðið - 11.04.1923, Page 2
2 ALÞYÐUBLA ÐIÐ Hæstakaupstaðar' kaupin. Viðtal Tið Finn Jðnsson. Fyrir nokkiu v@r skýrt frá því hér í blaðinu í símfregn frá ísafirði, að bæjarstjórnin þar heíði samþykt að kaupa hina svo nefndu Hæstakaupstaðareign fyrir 300000 kr. Alþýðublaðið hefir leitað tii bæjarfulltrúa Finns Jónssonar frá ísafirði, sem er hér staddur í bænum og fengið hjá honum eftirfarandi upplýsingar um kaup þessi: >Vandræði mikil eru . orðin með lóðir til byggingar á ísafirði. Bærinn á engar /óbygðar lóðir á eyrinni nema hið svo nefnda Eyrartún. En því hefir verið ráð- stafað þannig, að reisa á sjúkra- hús á suðurhluta þess og fleiri byggingar fyrir það opinbera, en norðurhlntinn er íþróttavöllur, og er eigi um annan stað í bæn'- um að velja til þeirra hlutá. Kaupstaðarlóðin hefir öll fyrr á árum verið gefin eða sama og gefin einstökum mönnum eða verzlunttm. Hefir hver um annan kepst við að rista sem breiðast af hrygglengjunni og síðan skækl- ana, svo að nú er ekkert eftir. Lóðirnar hafa því á seinni árum stigið svo í verði, að illkleiít er fyrir borgarana að byggja, og hefir húsnæðisleysi því farið vax- andi og húsaleiga stigið upp úr öllu valdi. Er þetta þó ekki því að kenna, að eyrin sé að fullu bygð, held- ur vegna þess, að einstakir menn hafa átt lóðirnar og ýmist bygt ósparlega á þeim eða haldið þeim óbygðum í von um gróða síðar. Átti bærinn kost á að bæta úr þessu fyrir þrem árum. Var honum þá boðin Hæstakaup- staðareignin til kaups fyrir 185 þús. krónur, en þáði eigi. Kaup- menn, sjálfstæðis og heimastjórn- ar, áttu þá meiri hluta í bæjar- stjórn. í>essi sáma bæjarstjórn bygði fátækrabústað, er kostaði 125 þús. krónur og rúmar eigi fleiri íjölskyldur en komist hefðu fyrir í einu af húsum þeiro, er fylgja áttu Hæstakaupstaðnum, ef því hefði verið breytt í íbúðarhús. Nú hefir bæjarstjórninni erm á ný verið boðinn Hæst’kaup- staðurinn og hún samþykt að kaupa hánn. Er það lóð, sera er ca. 75,000 □álnir að stærð, bryggja með tilheyrandi spor- brautum, uppskipunartækjum, fiskverkunarhúsi, fiskgeymslu- húsi, þurkhúsi o. fl. Enn fremur verzlunarhús, íbúðarhús, vöru~ geymsluhús o. þ. h. Kaupverðið fyrir þetta alt saman er 300.000 krónur. Ísaíjörður hefir verið svo á eftir öðrum kaupstöðum lands- ins, að hann hefir etiga bæjar- bryggju átt. Hefir hafnarsjóður mist mikilla tekna á ári hverju við þetta og bæjarbúum verið þetta til milsils baga, en fáir haft af þessu hag. Afnot bæjar- búa af bryggjum einstakra manna hafá orðið álmenningi sérlega dýrkeypt. Vill svo vel til fyrir kaupstað- inn, að bryggjur þær, sem fyrir eru, hafa verið leyfðar með svo ströngum skiiyrðum, að bærinn getur notað rétt sinn til þess ítrasta, þegar hann hefir eignast hafnarbryggju. Eru bænnm því þegar trygðar ágætis-tekjur af höfninni. Bryggjan verður á bezta stað í bænum og gnægð óbygðra lóða, sem eru bæjarins eign, upp af bryggjunni. Jafnframt kaupunum hefir bæjarstjórnin gert leigusamning við verzlunarfélagið Hæstakaup- staðinn ura Jeigu á lóðinni og húsunum til tíu ára fyiir minst 30 þús. krónur á ári. Getur bæjarstjórn þó þegar tekið lóðir til byggingar, en minkár þá leigan að sjálfsögðu, þegar af lóðinni er tekið. Bæjarstjórnin hefir með kaup- um þessum unnið bænum mikið * gagn, bætt úr lóðavandræðunum í bænum og útvegað bænum hafnarbryggjn á góðum stað. FuIItrúar kaupmannaliðsins í bæjarstjórninni greiddu að sjálf- sögðu atkvæði á móti fulltrúum Alþýðuflokksins og oddvita í máli þessu. Settu þeir á stað undirskriítaskjöl til mótmæla með aðstoð félagsins >Sjá!fsvörn< en varð ekki betur ágengt en svo, að þeir feugu svo fáa til að slcrifa undir, að þeir hættu við smölunina. Méiri hluti bæjarstjórnar hefir nú leitað samþykkis atvinnu- málaráðherrans fyrir kaupum þessum, og leggur hann væntan- Iega smiðshöggið á þessa stór- þörfu framför og framkvæmd kaupstaðarins.< Lofthiii í vetnr. Samkvæmt mælingum á veður- athugunarstöðvum landsins og veðursímskeytum var hitinn þrjá fyrstu mánuði ársins 1923 svo, sem taflan hér á eftir sýnir, og er þá miðað við meðalhita hvers landsfjórðungs. Minus (—) segir, að hitinn hafi verið undir meðal- íagi: Vesturiand: Jan. — 0.20, febr. 3.40, marz 5.6°. Norðurland: Jan. 0.20, febr. 3.90, marz 6.8°. Austurland: Jan. —0.40, febr. 3.20, marz 5.6°. Suðurland: Jan. —0.70, febr. 3.30, marz 4.70, Tölur þessar geta að vísu breyzt nokkuð, er skýrslur koma frá fleiri stöðvum, sérstaklega þó í marz, þar sem eingöngu er farið eftir veðurskeytunum, en þær eru þó svo ábyggilegar, að af þeim má sjá, að hitinn í jan. var heldur fyrir neðan meðallag, en í febrúar var hitinn rúmum 3 stigum og í marz víðast hvar meira en 5 stigum fyrir ofan meðdlag. Yfir veturinn, þ. e. vetrar- mánuðina 4, des. 1922 til marz 1923, voru hitafrábrigðin frá meðalhita á Vesturlandi 3.00, Noi ðurlandi 3.6°, Austurlandi 2.90 og Suðurlandi 2.50. Meðalhitinn í vetur var því sem næst 3 stigum fyrir ofan meðallng. Frá veðurstofunni. Næturlæknlr í nótt Magnús Pétursson bæjarlæknir Laugaveg n. — Sími 1185.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.