Æskan - 28.01.1902, Qupperneq 2
30
inu auðugri að góðum hugsunum, trú á
guðs föðuikgerleik og allt, sem er gott og
fagurt? Betur að svo væri, því ef þið
haldið þannig áfram, er enginn efi á því,
að þið munið verða gæfusöm, þegar þið
komist á fullorðins aldur.
Munið eftir því, að þó nauðsynlegt sé,
að hafa nóg fyrir sig að leggja og njóta
trausts og virðingar annara, er það alls
ekki skiiyrði fyrir gæfu, að safna miklum
auði eða komast til hárra metorða. Sá
er vanalega gæfusamastur, sem geiir verk
sitt vel, í hvaða stöðu sem hann er stadd-
ur. Og vinnumaðurinn og vinnukonan
geta verið sæmdaiménn engu síður en
em bætti sm aðu rinn.
Vér sjáum hér á meðal vor börn, sem
eru leidd afvega, sem breyta þvert á móti
boðum guðs og manna. Varist dæmi
þeirra, þvi það leiðir til ógæfu. En fyrír-
lítið þau ekki. Biðjið guð fyrir þeim, að
þau bæti ráð sitt og verði að betri mönn-
um. Því ineð guðs hjálp geta þau orðið
það enn.
Varið yður á slæmum félagsskap, og ef
þið sjáið eitthvað gert sem ósæmilegt. er,
þá leynið því ekki, ef þið getið ekki af-
stýrt því.
Munið eftir því, í aliri hegðun yðar, að
altsjáandi auga guðs vakir yfir yður og
sér alt sem þið gerið, hvort það er heldur
gott eða ilt.
Ameríkufarinn.
Niðurlag. ----
Elzti sonurinn, sem hét Frits, var frammi
við dyrnar, og hélt i bæði eyrun á stórum
hundi, sem kallaður var Boll, og reyndi að
sefa hann; hundurinn kunni iila við allan
þennan hávaða úti fyrir, hann var si-urr-
andi og lét mjög ófriðlega.
„Vertu rólegur, Boll, þeir skulu ekki
selja jiig “.
Ráðhúsþjónninn kom nú inn. Það var
gamall og góðlegur maður, og hafði hann
oft áður opnað ráðhúsdyrnar fyrir Her-
manni og hneigt sig fyrir honum. Nú
kom hann í öðrum erindagjörgum, og var
auðséð á honum að honum féil það þungt.
„Eg er komin til að sækja hægindastól-
inn, herra ráðherra," stamaði hann.
Hermann leit undan og andvarpaði: „Það
er hart; en verði guðs vi]ji.“
Hægindastóllinn var klæddur grænu flau-
eli, og hafði faðir Hermanns setið í hon-
um síðustu augnablikin, er hann lifði, og
þegar hann hafði lýst blessun sinni yfir
syni sínum. Hann hafði alt til þessa ver-
ið álitinn gersemi ættarinnar. Nú var
hann borínn út og Hermann kom ósjálfrátt
á eftir ásamt konu sinni og börnum. Frits
kom seinastur með Boll.
„Númer 120!“ hrópaði uppboðshaldarinn.
„Hægindastóh í ágætu standi, flauels-
klæddur!"
En enginn vildi bjóða. Það var dauða-
þögn í salnum, og ailir horfðu jsangað, sem
húsfaðirinn og fóik hans stóð.
J.oksins kallaði feitur og digur slátrarf
með skerandi rödd:
„Fjögur mörk!“
„Fjögur mörk; Fyrsta sinn! — Býður
enginn betur?“ hrópaði uppboðshaldarinn.
í sama bili varð Boil alveg hamsiaus,
reif sig lausan og hljóp út úr dyrunum.