Æskan - 28.01.1902, Qupperneq 7
35
•■ng litli byrjaði. Þegur hann var
• 'hij3 r- • ieð dalítið, sló faðir hans saman
1 '’hiuntj’u at undrun og aðdáun, því næst
1 : ín greipar, svo sem hann væri að
ðiðjast- ■ir, og þegar lagið var á enda rétt
i.ust, fyltust auga hans tárum, en
gleðitár, því hann hafði aldrei
tnð nokkurt lag með svo helgri
1» . sem nú á hljóðfæraslátt barnsins.
Sólin var rétt komin að því að renna,
og himininn var glóðrauður niður við
sjóndeildarhringinn, en langir skuggai’ fellu
inn í herbergið, þagar barnið lauk loks
við hljóðfærasláttinn og horfði spyrjandi
augum á föður sinn.
„Wolfgang, elskulegi litli Wolfgangminn!,,
mælti faðir hans mjög hrærður í huga,
og um leið tók hann son sinn upp og
þrýsti honum grátandi að brjósti sér.
Hrærður í huga hóf hann augu sín til
himins og mælti: „Guð minn góðnr eg
þakka þér fyrir þessa gjöf þína og eg skal
gæta hennar eins og hún væri helgidóm-
ur!“
„Nú lofarðu mér víst. að læra að leika
á klaverið", mælti dfengurinn í öruggum
bænarrómi.
„Já, þegar snildargáfan kemur jafn skært
og fagurt í Ijós væri synd að hefta hana.
Frá því í fyrramálið fer eg að kenna þér“.
Wolfang litli kysti og klappaði föður sín-
um. því nú hafði hann fengið sína innileg-
ustu ósk uppfylta. Þvi næst hljóp hann
aftur úr fanginu á honum, og að klaver-
inu og tók að æfa sig á ný. Gleðiblæ
sló á andlit hans og hann var glaðari og
ánægðari, en nokkru sinni áður. En faðir-
inn stóð kyr og starbí á skara gullroðna
kvöldhimininn, jafnframt og hann þakkaði
guði af hrærðu hjarta náðargjöf hnns.
Úr „Börnenes Bog“.
Wolfgang Amadeus Mozart var fæddur
27. jan. 1755. Sex ára gamall tók hann
að semja sönglög. um það leyti fór faðir
hans með hann og Nanetta Maríanne syst-
ur hans út í heiminn og léku þau á
hijóðfæri fyrir fé. Átta ára gamall lék
Mozart á orgel fyrir Frakkakonung og
allri hirð hans, og um sama leyti voru
prentuð fyrstu lögin eftir hann. Þegar
hann var á níunda árinu var faðir hans með
þau systkyni á ferð um Holland. Lögðust
þau þar í bólunni. Lá Mozart litli lengi
en samdi þó sex lög meðan hann lá.
Þrettán ára gamall var hann gerður að
söngstjóra í Salzburg. Sama árið fór
hann til Ítalíu, samdi hann þar söngleik
einn, er þótti svo mikið varið í, að hann
var leíkinn 20 kvöld í röð á leikhúsi í
borginni Milano. Rigndi þegar yfir hann
titlum og heiðursmerklum og þó var hann
þá tæplega kominn á fermingaraldur.
Skömmu siðar fluttist hann til Yínarborg-
ar, höfuðborgarinnar í keisaradæminu Aust-
urríki. Hann dó þar 5. þes. 1791 að eins
36 ára gainall, en svo miklu hafði hann
afkastað, að 600 lög stærri og smærri
liggja eft.ir hann og er sagt að það að
vöxtum og gæðurn só svo niikið, að tíu
tónaskáld gætu verið ánægð með að skifta
því á milli sín, er hann hefir unnið. Lög
eftir hann eru meðal annars við þessi
íslenzku kvæði: „í hafið fölleit sólin sígur".
og „Um morgun æfi minnar".