Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1904, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1904, Blaðsíða 6
4 tíl kom, þá voru allir svo hlýlegir við þau og heilsuðu upp á þau, þegar þau komu úr kyrkiunni, og við það óx þeim hugur. . Eftir þetta fóru þau iðulega í kyrkju. Þau langaði alt af meir og meir til að koma þangað, þau fóru þangað eins og góðir kristnir menn, til að heyra guðs orð og varðveita það síðan og laga lifnað sinn eftir því. Það kom ailur annar bragur á heimilið. Þar var í sannleika lifað nýju lífl. Reglusemi, friður og starfsemi héld- ust þar í hendur, og blöstu þar við öllum þeim, sem þangað komu, eins og fiflll, sem er nýsprottinn út úr knappinum og roðnar af gleði í sólarylnum Nú var kon- an ekki lengur manninum sínum til byrði og hörnin ekki heldur, heldur til yndis og ánægju. Smíðarnar gengu alt af betur og betur; hann fekk meira verkefni en hann fengi einn yfir komist og varð að taka pilt sér til aðstoðar og til kenslu. Nú var árið liðið. Á nefndum degi var hann staddur í veitingahúsinu til að hitta bónda. Bóndi var þar kominn, en gat ekki komið honum fyrir sig í svipinn, því að nú var hann vel til fara, karlmannlegur og glaður í bragði og unglegri en áður. Þegar smiðurinn var búinn að segja bónda, hver hann væri, þá lauk hann upp hurð- inni og sýndi honum konuna sina og börnin, sem hann hafði formælt fyrir ári síðan. Það voru alt önnur nöfn, sem hann valdi þeim núna en þá. Ekki vildi hann taka við krónunum; en í þess stað taldi hann úr sínurn vasa 100 krónur, fékk bónda og sagði um leið: „Gefðu þessar krónur þeim manni, sem þú á einhvern hátt getur sannfært um, að það sé gott og blessunarríkt boðorð frá drottni, að halda hvíldardaginn heilagan og að sex daga vinna með blessun guðs só langt um drýgri en sjö daga vinna án guðs blessunar". B. 7. Jfýzkalandskeisari. (Með mynd). Hór sjáið þið mynd af einum voldug- asta þjóðhöfðingja Europu, keisara Vil- hjálmi II. Hann er sonarsonur Vilhjálms I., er sameinaði hin þýsku ríki í eitt keis- aradæmi. Vilhjálmúr sn, er nú situr nð völdura, er mjög merkur maður fyrir margra hluta sakir. Hann er einn hinn glæsilegasti höfðingi sem nú er uppi. I-Iann er stórmentaður maður og bæði mælskur

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.