Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1904, Blaðsíða 8

Æskan - 01.10.1904, Blaðsíða 8
6 teikningar Hálfdánar litla. Meistaranum þótti svo mjög koma til þeirra, að hann tók Hálfdán, þótt hann ungur væri, á málaraskóla sinu; var hann hjá honum um hríð og gat sér mikið lof bæði fyrir hinar óvanalegu gáfur, og fyrir siðprýði og ástundun. Síðan var hann 3 ár á hinum konunglega teikniskóla og dvaldi nokkurn tíma í Kaupmannahöfn til þess að mennta sig sem bezt i íþrótt sinni. Svo málaði hann hvert snildarverkið á fætur öðru. 16 ára gamall gat hann sór orðstír fyrir fagurt málverk, sem heítir „Laugardags- lcveldið". 17 ára málaði hann fræga mynd, sem heitir „Sumar í Yogi“, þannig rak hvert iistaverkið annað. Yndisleg fegurð hvílir yflr öllum málverkum hans, og eru þau bæði vönduð og þó látlaus. Svo mjög þótti koma til málverka hans að mörg þeirra voru keypt á „Málverka- safn Noregs". Hann bjó síðan til margar ágætar mynd- ir í bókina: „Fram á norðuríshaflnu", sú bók er um ferð Nansens, er hann fór með skipinu „Fram“ til þess að kanna Norður- íshafið. — Norðmenn hafa miklar mætur á Heims- kringlu Snorra Sturlusonar og létu fyrir nokkrum árum koma út mjög merkilega útgáfu af henni; voru í útgáfu þeirri marg- ar myndir og teikningar eftir ýmsa fræga menn, er vaidir voru til þess starfa. Þó að Hálfdán væri þá einungis á tvítugs- aldri, komst hann í flokk þessara meist- ara og teiknaði margar myndir í þetta nýja verk. Einn, sem skrifað hefir um Hálf- dán, kemst þannig að orði um þessi verk hans: „Þetta síðasta (myndirnar í skrautútgáfu af ,,Heimskringlu“) er ef til vill hans eig- inlega lífsköllun. Því konungasögur Snorra Sturlusonar höfðu opnað augu hans og sýnt honum hinar miklu sýnir; — konungasög- urnar hafði hann lesið í barnæsku sinni, þær höfðu vakið ímyndunarafl hans og gefið því bæði hæð og dýpt; þær höfðu veitt honum hinn djúpsæja skilning á lífi nor- rænu þjóðanna. — Hann hafði fengið köllun til þessa verks — var fæddur til þess — hafði fengið næga snild til þess, hann, unglingurinn með hinar himinfleygu, sólbjörtu hugsjónir". Hálfdán átti því láni að fagna, að eiga hið inndælasta heimili. Þar naut hann kærleika og ástsemdar í ríkum mæli. — Móðir hans leiddi hann - bar hann og elsk- aði hann með hinni blíðustu móðurást.— Faðir hans ferðaðist með hann til fegurstu staða og var honum hinn bezti ráðanaut- ur og félagi. — Systkini hans dáðust að honum og léku við hann með viðkvæm- um kærleika. Heimili hans var sem sól- skinsríkur blettur, vígi hans og hæli.—En liann var lika ávalt hið ástúðlegasta barn, hlýðinn og eptirlátur sonur, ástríkur og tryggur bróðir, kyrlátur en þó glaðvær, og ait af bljúgur og yfirlætislaus, miklaðist ekki af frægð sinni, og varðveitti æsku- hreinleika sinn í allri reglusemi og siðprýði. En æíi lrans var skammær. Haustið 1898 ferðaðist hann um Þela- mörk, og kom sjúkur heim úr ferð þeirri. Hann tók sjúkdóm sinn með þeim hætti, að hann tugði strá nokkurt, er var svo óheilnæmt, að hann fókk af því einskon- ar sveppsýki —

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.