Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1904, Blaðsíða 9

Æskan - 01.10.1904, Blaðsíða 9
Þann 2. febrúar 1899 dó hann. Hann var sterkur bæði á sál og líkama á æfl- braut sinni, og sterkur og öruggur var hann í dauðanum. — 20 mínútum áður en hann dó, meðtók hann altarissakramentið með íullri rænu, og rólegur og glaður veitti hann eptirtekt öllu sem fram fór í kringum hann þar til er ró dauðans færðist yflr hann.— Hann trúði á Jesúm og dó ungur og hreinn, en minning hans lifir. Ef þú nokkru sirmi kemur til Hvalstað- ar, þá korndu við á heimili hans, og þar sérðu svo fagra mynd af honum og svo mörg merki æflstarfs hans, að þú síðan aldrei gleymir TJnga málaranum Halfdáni Egedius. Fr. Fr. Einn af vinum Dr. Swifts hafði einu sinni sent honum flyðru að gjöf. Dreng- urinn, sem var sendur með hana, hafði oft áður verið sendur í líkum erindagerð- um, en aldrei hafði doktorinn vikið hon- um nokkrum eyri í ómakslaun. Drengur- inn óð nú með flskinn beina leið inn á lestrarherbergi doktorsins og kastaði flsk- inum á gólfið og sagði heldur ruddulega: „Húsbóndi minn sendir yður flyðrul" Swift stóð upp úr hægindastólnum og sagði: „Heldurðu að þú eigir að skila svona erindum húsbónda þíns? Komdu, eg skal kenna þér fallegri framgöngu. Settu þig nú niður í stólinn minn, og í- myndaðu þér, að Jm sért doktor Swiít, og svo kem eg sem hlaupadrengur, og svo skal eg sýna þér, hvernig hlaupadrengur á að hegða sér“. Pilturinn settist, og Swift gekk fram að dyruin og gekk svo hægt og kurteislega inn gólfið, hneigði sig mjög hæversklega fyrir drengnum og sagði: „Herra, húsbóndi minn biður að heilsa yð- ur, vonar að yður líði vel og biður yður að þiggja þessa flyðru". „Svo? Það er er fallega gert“, sagði drenguriun með fyr- irmannssvip, síðan hringdi hann á borð- klukku, og sagði eins og við einhvern sem inn kæmi: „Jóhann, farðu með þenna ágæta pilt niður í eldhús og gefðu honum þar að borða og drekka, eins og hann hef- ur iyst á, vísaðu honum svo hingað upp aftur, því eg ætla að gefa honum krónu í hlaupaíé “. Doktorinn skellihló, og skildi, hvert pilt- ur fór, og gaf honum kiónu. -----M ■ 1 --- Konungurinn og hirðsveinninn, Georg III. sat einn dag aleinn í bóka- safni hallar sinnar. Þegar eldurinu á arn- inum var farinn að dofna, kallaði hann á hirðsvein sinn og bað hann að sækja ofur- litið af kolum. í staðinn fyrir að hlýðn- ast boði konungs, hringdi hann og skipaði það þjóninum, sem átti að hirða bókasalinn. Sá þjónn var orðinn gamall og lasburða. Er konungur vaið þess vís, gramdist hon- um, að sveinninn eigi skyldi sýna gömlum og hrumum manni meiri vorkunsemi. Hann ásetti sér því að veita hirðsveininum áminuingu, kallaði því á hapn og bauð

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.