Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1904, Blaðsíða 5

Æskan - 01.11.1904, Blaðsíða 5
13 var augasteinninn hennar mömmu sinnar og livers manns hugljúfl. Heímiii Wolskvis var þannig sannkallað heimiii hamingju og blessunar. Frú María sagði lika oft, að sér mundi næstum standa ótti af öllu því láni, er að heímil- inu streymdi, ef ekki sorgar- og áhyggju- ský ár hvert vörpuðu skuggum á sól gleð- innar, þá er maður hennar var burtu frá lieimilinu. Wolskvi hlaut nefnilega á hverju hausti að ferðast langa ieið til að kaupa vörur sínar. En um þær mundir voru ferðalög, einkum á Rússlandi, meiri hættum og erfiðleikum bundin en nú á vorum tímum, er menn að eins annað- hvort stíga á skipsfjöl eða setjast í járn- brautarkiefann, og þannig án frekari fyrir- hafnar þjóta úr einni heimsálfu í aðra. Umhverfls Moskva, þar sem nú eru fagrir ölduhryggir með bygð og ökrum, var um þær mundir víðast hvar mikiil og þéttur skógur, og vegirnir um skóginn voru víða svo þröngvir, ósléttir og torfærir, að þeir voru lítt færir utan beztu hestum. Raunar voru úlfarnir ekki eins viðsjárverðir að sumrinu eins og á vetrum, en því meiri hætta var mönnum þá búin af stigamönnnm, er þá höfðust við livervetna um skóginn og einkum voru þeir víðsjálir kaupmönnum, er mest var fjárvon hjá. Það voru því eigi utan hraustir og hug- djarflr menn, er tókust slikar ferðar á hendur og jafnan bjuggu þeir sig út með sverð og skammbyssur eins og þeir ætluðu í strið. Wolskví var hraustur maður og þrek- mikiil og íammur að afli. Hann hefði að öllum likindum getað orðið jafadugandi hermaður, sem hann nú var duglegur kaupmaður. Áður fyr hafði hann jafnan gert það að vilja konu sinnar að slást í för með mörgum kaupmönnum, er jafnan höfðu með sér nokkra hermenn. En slíkt föruneyti gat eigi dulizt stigamönn- um og einu sinni hafði lent í áköfum bardaga með þeim, er svo lauk að Wolskvi bjargaði með naumindum lífl sínu. Upp frá því ferðaðist hann jafnan einn sér og svo hæglátlega, sem unnt var, enda hafði hann og jafnan á síöari árum komist heim með heilu og höldnu, án þess nokk- ur gerði honum mein. Enn einu sinni fór nú tími sá í hönd, er kaupmaður skyldi hefja ferð sína. Frú María var því önnum kafin, er hún skyldi útbúa mann sinn sem allra bezt. Ekki hafði hún orð á því, er henni bjó í brjósti, en hrollur fór um haua hvert sinn, er hún heyrði stigamennina nefnda. Börnin gátu varla um annað talað en liættur þær, er föður þeírra væru búnar og ívan, sem hafði lesið svo margar bækur, sagði nú litlu systkinunum margar hryllilegar sögur af úlfunum og stigamönnunum. Einnig fann hann upp mörg ráð, er honum virtust mjög kænleg, og sem faðir hans skyldi beita til að verjast óvinum þessum, t. d. átti hann að hafa með sér sand í poka, er hann skyldi strá í augu stigamanna, er þeir réðust á hann og ríða svo burt áður þeir fengju áltað sig. „En ef einhver ræninginn skyldi nú sækja að baki hans?“ sagði Maschinka litla. En því hafði Ivan, þrátt fyrir hygni sína, ekki gert ráð fyrir. „Alast vondu stigamennirnir upp í skóg-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.