Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 24.12.1904, Qupperneq 3

Æskan - 24.12.1904, Qupperneq 3
JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR. 3 Jólaprédikun fyrir körn eftir Zacharias Topelids. VEESYEGNA hringja klukkurnar ? Hversvegna loga svo mörg ljós? Hversvegna eru hallir og hreysi búin í hátíðar- skrúð? Hversvegna hvíl- ir hátíðlegur alvöru og gleðibiær yfir stór- um og æmáum. er þeir heilsast í dag? Sólin er upp runnin eítir dimmustu nótt ársins. Huggarinn í öllum vorum sorgum, gjafarinn allra góðra hluta, hinn mikli kon- ungur iífsins kom til vor, meðan vér enn sátum í skugga dauðans. Jesús er kom- inn, Drottinn í Davíðs borg, og hátíðlegan höldurn vér hans fæðingardag. Látum nú litla stund ieiki vora hætta, og hugsum ekki um jólagjafirnar, sem vér höfum fengið. Látum oss stundarkorn gleyma ölium öðrum hugsunum og minn- umst hins mikla fæðingardags. Þegar við höfum ieikið okkur, verðum við þreytt; þegar vér höfunr borðað og drukkið hið bezta sem heimili vort hafði að bjóða oss í dag, og erum södd orðin, þá rnissir hið ijúffenga bragð sitt. Eu er við segjurn við Jesú: Komdu til vor og biessaðu jólin, þá opnum vér dyrnar, svo að hin sanna gleði kemst inn. Án Jesú eru engin jói. Þegar hann er ekki boðinn á jólagleðina, þá verður tóm- iegt í hinum skrautlegasta sal, dimt og dapurt við hið fallegasta jólatré, sultur og seyra við kræsingum hlaðið borð, og þar fylgir engin sönn hjartagleði með hinurn dýrustu jólagjöfum. Jesús einn er ríkur og gjörir alla ríka. Hefirðu séð fátæka stofu, þar sem að eins ein týra lýsti dauf- lega inni, og þar sem eitt gamalt brauð átti að nægja handa öllum, en þar sem biblían var opin og sálmabókin, og lofgjörð í þakkiátum hjörtum? Ef þú hefir séö siíka stofu, þá veiztu, að þar eru haldin gleðilegri jól en á mörgum ríkum heim- ilum; þar er Jesús jólagestur, sem gleður í fátæktinni, Hann uppijómar hina dimmu nótt; hann hitar hina köldu stofu; hann þerrar öll tár, hann mettar hin sársvöngu börn. Hann getur breytt sorginni í gleði. Yiijir þú hjálpa til að útbreiða guðs ríki, þá gerðu það sérstaklega núna á jólunum, farðu til hinna fátæku heimila, og ef Jesú er þar ekki áður, en þú kemur, þá kom þú með hann með þér. í jóladags guðspjailinu heyrum við um, hvernig Jesús fœddist í Betlehem. Þú, sem ef til viil blygðast þin fyrir að vera barn, og óskar að þú værir orðinn stór, og hefðir leyfi til alls hins sama, sem hinir fuilorðnu, mundu eftir því, að hinn voldugasti alira konunga var einu sinni fátækt lítið barn. Og þú, sem heizt vilt sofa í mjúku rúmi, og fá alt gott og þægilegt, sem þér dettur í hug að heimta, mundu eftir, að Jesús svaf á heyi í jötunni. Það var nú vaggan hans. Jóladags guðspjallið er kafli úr mann•

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.