Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 24.12.1904, Qupperneq 4

Æskan - 24.12.1904, Qupperneq 4
JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR. kynss'ögunni.. Jesús fæddist á þeim tíma, þegar Augústus keisari ríkti í Rómaborg, sem þá var höfuðstaður alls hins þekta heims. Hinn voldugi keisari vissi ekkert um það, að lítið barn, sem iá í fátæklcgri jötu í smáþorpi einu litlu, mundi gera íík- isstjórn hans að miðdepli veraldarsögunnar. Á dögum Augústusar töldu Gyðingar ártal sitt frá sköpun heimsins, ogRómverjar reikn- uðu sitt tímatal frá byggingu „Borgar- innar“. En nú miða allar siðaðar þjóðir tímatal Mannkynssögunnar við Krists fæð- ingu. Jcsús, Ijös hciinsins, fæddist í dimm- asta skammdegi ársins. Svo yfirlætislaus var koma hans í heiminn, að sára fáir menn vissu af því. En stjörnur himins- ins og englar himinsins vissu það; öll náttúran, sem stundi undir hinni miklu voðabyrði bölvunarinnar, þekti guðs fyr- irheiti, og hafði um margar aldir vænt eftir frelsara sínum, Jesú Kristi. Þess vegna upp rann stór og skær stjarna yfir Betle- hem, þess vegna sungu guðs englar lof- gerð á jólanóttunni. Hin fyrsta jólanótt heimsins er kölluð hin heilaga nótt og hinir ■fyrstu kristnu sögðu, að þá hefði friður ríkt yfir allri jörðunni, og að enginn maður, ekkert dýr, ei heldur eldur, ioft eða vatn hafi þá fengið leyfi til að vinna nokkurt mein. Þaö var um veturinn; en á hinu heita Gýðingalandi var þó enginn snjór í dölun- um. Nokkrir fátækir fjárhirðar gættu hjai ða sinna í dainum fyrir utan Betlehem. Alt í einu varð bjart í kringum þá á hinni dimmu nótt. Drottins engill stóð í skínandi birtu hjá þeim, boðaði þeim fæðingu barns- ins, og bað þá að fara til Betlehem og sjá litla barnið í jötunni. Strags varð alt loftið í kringnm þá fuit af ótölulegum englasveitum, er sungu hinn fyrsta dýrð- lega jólasálm: „Dýrð só guði upphæðum, friður á jörðu og velþóknun guðs með mönnunum!" Hirðararnir yfirgáfu glaðir hjörðina sina sem enginn úlfur dirfðist að ráðast á, þessa heilögu nótt, og flýttu sér sem mest þeir máttu til Betlehem. Þar fundu þeir bæði Maríu og Jósef og barnið iiggjandi í jöt- unni, lofuðu guð og sögðu öllum frá því, sem þeir höfðu heyrt og séð um nóttina. Og María geyrndi í hjarta sínu það, sem hirðarnir höfðu séð. Guðs engill hafði áður sagt henni að þetta barn ætti að vera eilífur konungur í Davíðsstað. Þegar konungabörn fæðast, er það boðað með fallbyssuskotum og hljóðfæraslætti á götum og torgum. Hér var það hin auð- mjúka María og hinir fátæku hirðar sem fyrst fengu að vita um komu guðs sonar. Ó hve hirðararnir áttu gott! Hver af oss muudi eigi hafa viljað vera í þeirra stað! En við skulum breyta eins og María: Yið skulum í hjörtum vorum geyma frásöguna um englasönginn. Börn mega aldrei gleyma því, að Jesú var einu sinni lítill eins og þau. Hann hefir grátið eins og þau, liann hefii leikíð sér eins og þau, verið svangur og þyrstur eins og þau. Þess vegna þekkir hann barnakjörin, og börnin elskar hann. Nú situr Jesú við hlið hins almáttuga Guðs í dýrð himnanna. En fyrir oss er hann alt af á jólunum lítið barn reifað og lagt í jötuna,

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.