Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1904, Blaðsíða 5

Æskan - 24.12.1904, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR. Kæri heira Jesú, vertu hjá oss á þess- um jólum og gefðu oss róttan jólafrið, og sanna jólaglebi. Láttu oss nú og ætíð vera þín góðu, trúföstu og ástfólgnu börn. Amen! I a l í jo gRIÐAEGJÖRD Fögnuð 61, Himinn og jörð Halda Jól ; Guðs sonar fæðingu gleðst mannkyn við, Gleðst og í hæðunum englanna lið, Himnesk það heldur sín Jól. Ómur, sem Endurkvað Betleliem, Berst oss að,— Omur úr fovnaldar fjavlægum heim, Fjárhirðar sungu og englar með þeim, Himinn með jörðu hélt Jól. Stgr. Th. o 1 a s a cj a, (Með myndum). á að segja ykkur börn, jóla sögu, og þið segið að hún eigi að vera ijómandi falleg, en eg veit ekki hvernig mór tekst það.— Þó man eg nú alt í einu eftir einni jólasögu um litla stúlku og loð- inn hnnd. Stúlkan hót Anna og .. . nei, það er bezt að byrja eins og byrja ber. Það voru einu sinni hjón og áttu heima í litlu snotru húsi; þau voru dável efnuð, og þóttust vera rík af því að þau áttu svo dæmalaust góða dóttur, sem hét Anna. Hún var besta gleðin þeirra, því hún var svo gott barn, og hún var iíka greind og skemtileg. Öllum þótti vænt um hana, foreldrunum auðvitað mest og þar næst vinnufólkinu, og ekki hvað síst hundinum, honum Lubba greyinu, sem elti hana á röndum, þegar hún kom heim úr skólanum, Henni þótti líka vænt um hann Lubba, og margan góðan bita gaf hún honum, og oft lók hún við hann. í einu orði sagt: Þau voru ágætir vinir. Nú var það einu sinni sem oftar að farið var að líða að jólum ; það var komið langt fram á skamm- degið og fullorðna fólkið sagði, að dagarnir væru orðnir svo stuttir, en Anna skildi ekki í því, því henni fanst að dagarnir ætluðu aldrei að liða, og á hverju kvöldi sagði hún: „ Hvað er nú iangt eftir til jóla ?" Svo smá- styttist nú alt af til jólanna. Á Þorláks- messu höfðu allir hræðilega mikið að gera,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.