Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1904, Blaðsíða 8

Æskan - 24.12.1904, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ ÆSKUNNaR. Þegar faðir hennar loksins hafði skilið það, sero hún var að segja, tók hann hana sér í fang og sagði: „Mér þótti raunar vænt um myndina, en mér þykir vænna um litla stúlku, sem segir satt, og vill ekki koma skömminni á aðra. Eg ætla ekki að refsa þér með öðru en þvi, að gefa þór heiliegasta brotið úr myndinni, og það áttu svo að eiga og láta það minna þig alt af á, að það er gott að vinna sigur í freistingunum. Og svo skaltu fá gleðileg jól!" Anna lítla varð svo glöð, að hún hljóp inn í svefnherbergi og þakkaði guði fyrir, að hann hafði bjálpað henni til þess að segja sannleikann. Svo komu jólin. — í rökkr- inu á aðfangadagskveldið, var einhver, sem laumaði fallegri gibs-mynd inn á stöpulinn, og þar stóð hún, þegar kveikt var. — Anna litla og foreldrar hennar stóðu steinhissa, og skildu ekkert í þessu, þangað til að þau sáu seðil, sem bundinn var við myndinn. Á seðlinum stóð: „Ofurlítil jólagjöf frá vinnufólkinu, af því Anna litla er svo góð við okkur og af því hún þorði að segja sattl" Og svo varð mikil gleði, og Beta kom og hvíslaði að Önnu: „Fyrirgefðu að eg réði þér til að skrökva!" — Allir voru svo góðir við Önnu og mamma hennar gaf henni vænan kjötbita með beini í handa Lubba, og það þótti Lubba vænt um. — Svo er nú búin jólasagan um Önnu og Lubba. Fr. Fr. t-^^M&^^ ?ru von ccerlÆiKi. jólanóttínni fyrstu Ijómaði fögur stjarna yfir Betle hem. Yið skin henna< varð bjart yfir mannlíf inu. Því þá kom trúin í Ijós og varð það lífs atkeri, sem heldur í hinum mesta sjávar gangi lífsins. Stjarnan Ijómaði ofan á Golgata, þar sem krossinn stóð, og þá varð leitt í Ijós lífið og ódauðleikinn; síð an hefir vonin setið eins og huggandi engill á bak við krossinn við grafir ástvina vorra. En alt þettakomaf hœrhika guðs, sem sendi sinn son í heiminn til þess að frelsa heiminn; þess vegna er kærlcikur- inn hjartað í öllu lífinu, sem gefur því fegurð, og gleði. Þannig er þá þetta þrent varanlegt: trú, von og hœrleiknr, en af þessu er kærleikurinn mestur. Hann er mestur í heimi. Nú óskar Æskan að öll hin góðu börn öðhst gleðileg jól, en gleðileg jól eru sam* sett af þossu þrennu: trú, von og hœrletka. Fr. Fr. I(i|uiiiiiiiiiiiiifiiiisiriiiiiiiniiii!i|iiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiii. PventBmiðja Þorv, Þol'varð8So»a}•.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.