Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1904, Blaðsíða 2

Æskan - 01.12.1904, Blaðsíða 2
18 Y atnsglasið. „Það er sorglegt", sagbí frú Lie og sneri sér frá glugganum. Við hlið hennai stóð lítil stúlka og horfði út á götuna. Þær höfðu séð mann ganga fram hjá, og um hann hafði frú Lie sagt þessi orð: „Það er sorglegt". „Það er þó verra fyrir konuna hans og börnin11, sagði systir frúarinnar. „Já, það ilt fyrir þau öll “, sagði frúin döpur í bragði. „En hví drekkur maður- inu ekki hreint og kalt vatn, þegar hann er þyrstur, í stað þess að hella í sig öli og brennivíni. Það myndi svala honum betur og ekki hafa eins illar afleiðingar. Mér hefir oft komið til hugar, að ganga út á götuna til hans, þegar liann heflr farið hér fram hjá á leið til veitingahúss- ins, og bjóða honum glas af hreinu valni, til að svala sér á, og vita livort hann hættir þá ekki við að fara í veitíngar- húsið". „Hann yrði kannske vondur, ef þú gerðir það“, sagðir systir hennar. „Hann gæti vaila reiðst af því, þó hon- um væri boðið eitt glas'af vatni", sagði litla stúlkan, sem hafði staðið hjá og hlust- að á samtal systranna. Maðurinn, sem þau höfðu talað um, hét Barstad. Hann var snikkari og hafði vinnu utarlega í bænum, skamt frá húsi systr- anna. Hann hafði áður verið allvel efn- aður, . en svo komst hann í illan félags- skap og fór að drekka. Þá tók hag hans að hnigna, og nú var liann orðinn djúpt fallinn drykkjumaður. Hann átti mörg börn. En einkum þótti honum þó vænt um hana Fanneyu litlu, yngstu dóttur sína, sem var fjögurra ára gömul. Hennar vegna hafði hann oft háð harða baráttu við drykkjufýsn sína. Oft hafði hann gengið fram og aftur fyrir utan veitingarhúsið, þegar ástin til Fanneyar og drykkjufýsnin höfðu barizt um yflrráð yflr honum, og oftast varð vínlöngunin yflr- sterkari. Morguninn eftir að systurnar horfðu á Barstad út um gluggann og töluðu um hann, var hann alveg peningalaus. Hvað átti hann nú að gera? Hjá veitingamann- inum vissi hann að hann fengi ekki vín nema með því að borga það um leið, og hvernig átti hann að vinna svo heilan dag, að bragða ekki vín? Um leið og hann tók klút upp úr kom- móðuskúffunni, kom hann auga á eitthvað sem hann ieit mjög ánægjulega á. Nokkra stund stóð hann þannig hugsandi, ýtti skúffunni inn og gekk yflr í næsta her- bergi. Hann var órór'í skapi og sem á báðum áttum hvað hann ætti að gera. Loks laumaðist hann eins og þjófur að kommóðunni, dró út skúffuna og tók upp úr henni Htinn tróstokk sem hann hafði smíðað og gefið Fanneyju dóttur sinni. í honum geymdi hún alla sína peninga — það var aurasjóðminn hennar, sem hún með barnslegri gleði hafði Iagt í, þegar hún eignaðist aura. Faðirinn flýtti sér að opna stokkinn, tók helminginn af peningunum og lót þá í vasa sinn, bjó svo eins urn aftur og lét stokkinn í skúffuna, Fölur og skjálfandi settlst hann niður.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.