Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1904, Blaðsíða 3

Æskan - 01.12.1904, Blaðsíða 3
19 „Pabbi!“ — Það var Fanney, sem kom inn, gekk til föður síns og lagði hendurn- ar um háls honum — „Ertu veikur, pabbi. Hví ert þú svona fölur og dapur". „ Já, ég er ekki vel frískur", sagði hann, og röddin titraði. „Aumingja pabbi", sagði Fanney, vafði höndunum fastar um háls honum og kysti hann. Þetta gat hann ekki staðizt. Hann stóð svo snögt upp, að hann hafði nærri þvi kastað dóttur sinni á gólfið, sleit sig af henni og gekk út. Hann fór beint þang- að sem vinnustofa hans var, en hann gat ekki farið að vinna strax, heldur gekk fram og aftur og sagði við sjálfan sig: „Ó, Jóhann Barstad, er nú svona komið fyrir þér.“ Ókunnugur maður kom inn til hans og sagði: „Er borðið búið, sem eg bað þig um.“ Barstad sagði: „Þú skalt fá það á morgun." „Já, það hefir þú nú sagt á hverjum degi í heila viku. Það er ómögulegt að reiða sig á þig lengur. Eg verð að biðja einhvern annan að smíða borðið fyrir mig. “ Gesturinn fór burt. Barstad gekk um gólfið hugsandi. Það er ómögulegt að reiða sig á þig lengur.11 Þessi orð höfðu grafið sig inn í hjarta hans, og hann fann að þau voru sönn. Hann hafði enga eirð til að vera við vinnu þennan dag. Ilann langaði til að fara á veitingahúsið til þess að kaupa sér vín fyrir aurana hennar Fanneyjar iitlu. „Eg tók þá bara til láns, og borga þá aft- ^r með rentum," sagði hann við sjálfan sig, til þess að friða samvizku sína í svipinn. „Að eins eitt glas,“ sagði hann, oghélt af stað til veitingahússins. Á þeirri leið gekk hann fram hjá litlu, laglegu húsi, og út úr því kom lítil stúlka hlaupandi með fult vatnsglas í hendinni. Hún var álíka stór og hún Fanney litla dóttir hans. „Yiljið þér ekki gera það fyrir mig, að drekka þetta vatn?“ sagði barnið og rétti honum glasið, og horfði á hann alvarleg- um meðaumkunaraugum. Undrandi og hrifinn af hinu barnslega sakleysi tók hann við glasinu og drakk úr því í einum teig. „Þakka þér fyrir," sagði hann og fókk henni glasið. Hún stóð kyr milli hans og veitingahússins. Hann ætlaði að halda á- fram þangað, en barnið greip hönd hans og sagði: „Góði Barstad, farið þér ekki þangað," og það var sem þessi orð snertu hjarta hans. Hann stóð hugsandi nokkra stund, laut síðan niður, kysti á enni barnsins og gekk svo þegjandi í áttina til vinnustoíu sinnar. í litla húsinu höfðu systurnar horft út um glugga á þennan atburð. Þær voru hálfliræddar um að maðurinn mundi verða vondur og berja jtúlkuna og þær ásökuðu sjálfar sig fyrir, að þær hefðu ekki haft hug til að gera það sem litla stúlkan nú hafði gert. Hún hafði gert þetta án þess þær vissu, að eins af því, að hún hafði heyrt þær tala um þetta daginn áður. Barstad tók nú til vinnu sinnar með þeim ásetningi að bragða aldrei framar vín á afi sinni. Og hann efndi það vel. Því þó hann færi að langa til að clrekka

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.