Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1905, Blaðsíða 4

Æskan - 01.01.1905, Blaðsíða 4
28 þau; raunar höfðu þau gert sér von um að faðir þeirra kynni að koma, meðan þau væru uppi á hæðinni. En Pétur vildi nú ekki bíða lengur og svo fylgdu þau honum mótmælalaust. Fodór litli var mjög á- nægjulegur á svipinn og sagði við Pétur: „Nú veit guð það alt saman; eg er nú búinn að segja honum, hvernig hann á að fara að.“ [Framh.]. Litla stúlkan og máríátlan, —:0:- Þú gestur litii, lofaðu mér að láta þig í búrið mitt; þar eru ber og arfi grænn, þa.r á að vera bólið þitt. Nei, vina góð! eg þakka þér, eg þrái ioftið hreint og svalt, og betra og hlýrra er bóiið mitt en búr, þó væri úr gulii alt. En heyrðu, vesiings vinan mín! er veturinn að garði ber og snjóum móinn þekur þinn, er þér víst borgnara hjá mér. Þá svíf eg héðan langt og langt í löndin suður, græn og hlý, en svo að vori vitja’ eg þín, mín vinan kær, moð söng á ný. Hver leiðir. vinan litla, þig svo langan veg, um fjöll og sjó? Nei, vertu heldur lijá mér kyr, í hlýju búri er sæld og ró. Mig leiðir drottins Hknarhönd þann 'ianga veg, um fjöll og sjó, og létta vængi ijær hann mér, að leita uppi sólskin nóg. B. J. Gleymið ekki þakklætinu. (Mynd fylgir). Þá eru jólin komin og farin aftur. Flest- um lesendum Æskunnar finst iíklega að þau hafi komið furðu seint en farið aftur furðu fljót.t. Öll góð börn eru nú búin að margþakka foreldrum sínum og vensla- mönnum allar gjafirnar og glaðværðirnar, sem þeir veittu þeim um jólin. En hafið þér nú munað að þakka í-mði, sem gaf oss jólin ? — Segðu ekki, að það só eigin- lega ekki Guð, heldur foreldrar þínir, sem glöddu þig um jólin. Yeistu ekki, að sum börn eiga vonda foreldra, sem kenna þeim fleira ilt en gott og eru vond við þau ? Það er ekki gam- an t. d. að eiga drykkjumann að föður og verða að hlaupa dauðhræddur útíhorn og fela sig, þegar maður heyrir fótatakið hans pabba síns; en svona eru samt kjör sumra barna hér á landi enn þá, og það ekki síst um jólin, því að drykkjumennirnir eru oft svo heimskir að þoir halda að jólagleðin sé niður á botni i brennivíns- flösku. — Gleymið því ekki, börn, sem eigið góða foreldra að þakka guði oftfyrir þau og biðja hann um, að þeir megi lifa lengi hjá yður. Sum börn eru veik um jólin, og þú get- ur ímyndað þér, að það só ekki gaman að liggja í rúminu og þola varla við, þegar

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.