Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1905, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1905, Blaðsíða 6
30 önnur börn eru að leika sér. — Gleymið bá ekki að þakka guði, sem gaf yður beils- una á jólunum. Sum börn eru svo fátæk að þau hafa ekki nema gömlu garmana sína og verða svo „að klæða köttinn" á jólunum og sætta sig við iélegt viðurværi. — Hefir þér, sem hefir alsna'gtir, aldrei dottið í hug að miðla þeim einhverju? Láttu nú verða úr því, ef þú ert ekki búinn að því. En svo eru til fjarska mörg börn í heim- inum, sem aldrei hafa haldið jól, og hafa jafnvei ekki heyrt nokkra vitund um jól- in. — Það eru börn heiðingjanna i Austur- álfunni og Suðurálfunni og hingað ogþang- að annarsstaðar í heiminum — Þau eru sum gulleir og önnur rauðleit, sum eru brún og önnur svört. — Yður, sem þetta lesið, þætti sjálfsagt leiðinlegt, ef þér vær- uð alt í einu orðin hrafnsvört, en mörgum börnum suður í Suðurálfunni þykir eins ijótt að vera hvítur; og þegar hvítur mað- ur kemur í fyrsta skifti í eitthvert þorpið þar í landi, verða litlu börnin dauðhrædd við hann, en stóru strákarnir svöitu hlaupa á eftir honum og kalla: „Nei, sko hvíta manninn, enn hvað hann er ljótur! “ Það er því óþarfi að.kenna í brjóst um þau fyrir að þau eru ekki eins lit og vér, — en bágt eiga þau samt. Þau vita ekkert um jólin, eins og fg sagði; þau hafa aldrei heyrt að nokkur guð sé til, sem elski þau. Þeim er sagt að trúa á útskorna trédrumba eða steinmyndir, og foreldrarnir þeirra eru oft svo hjátrúarfullir, að þeir halda, að þessunr skurðgoðuin þyki vænt um, ef börnin eru barin eða jafnvel drepin. Það er ekki gaman að, þegar dauðinn kemur, að vera heiðingi, og sjá því ekkert nema eilíft myrkur og vita ekkert um Jesúm Krist. En það er líka sorglegt líf heiðingjanna, einkum þó barnanna og kvenfólksins, því að þau eru minni máttar og verða að sæta allskonar illri meðferð, oft eru þau seld í þrældóm, stundum er þeim rænt, og enn eru þjóð- fiokkar í Suðurálfunni, sem stela börnum og slátra þeim eins og kindum til vetrar- ins. Myndin. sem þér sjáið hérna, er af svörtum börnum í Kongóríkinu, sem er um miðbik Suðurálfunnar. Þau eru hvorki hvít né fríð, en þau geta hlegið og grátið alveg eins og börnin á íslandi. Flest öll heiðin svertingja börn eru alsnakin, hvern- ig sem veðrið er, en þessi börn eru í fötum, af því að þau eru komin í skóla hjá einum kristniboðanum og farin að læra kristin fræði og ýmsa mannasiði af honum. Ef þér skylduð ekki vita, hvaða menn kiistniboðar eru, skal eg segja yður það um leið. Það eru góðir trúaðir menn og stúlkur úr kristnum löndum, sem tek- ur svo sárt að heyra um neyð heíðingj- anna, að þeir fara af stað til þeirra og verja eignum sínum, lieilsu og lífi, tii að segja þeim frá Kristi og leiðbeina þeim í tímanlegum og andlegum efnum. — Því miður fara einnig margir vondir menn úr kristnum löndum til heiðingjalanda til að selja þar brennivín og fleiri skaðlegar vörur, og stundum drepa þeir fjölda heið- ingja til að geta svælt undir sig lönd þeirra. Ef til vill segi eg yður seinna fleira frá börnum heiðingjanna, en eg vona, að þér

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.