Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1905, Blaðsíða 7

Æskan - 01.01.1905, Blaðsíða 7
Si sjáið af þessu, sem hér er sagt, að vér höfum allar ástæður tíl að þakka guði fyrir, að vér erum fædd í kristnu landi, og megum sízt gleyma því á afmælishátíð frelsara vors, að biðja fyrir aumingja börnunum, sem enn sitja Ijóslaus í skamm- degismyrkrinu og vita ekkert um jóla- stjörnuna frá Betlehem. S. A. Gíslason. Á Skaganum. Úti á Skaganum uni eg mér, einkum þegar sumar er og blómin anga á grænni grund og geislum stafar á ránar-sund. Márinn flýgur suður með söndum, sæll og kátur með vængjum þöndum; æðurnar yfir ungum vaka, svo undur móðurlega kvaka; syngjandi vappar sandló smá, um sandínn hvítan til og frá; tildran fram á hvern tanga ratar, tjaldurinn brýtur sér skel til matar. Alt er á flugi, stað úr stað, starfsemi og glaðvæið fylgjast að. Á Hafliðaskeri selir sitja, sólskin að sleikja þangað vitja. Á Krosstanga brýtur báru létta; brimsúg heyrir við Flasarkletta; þó annars kyrt sé alt og hijótt, aldrei sefur þar báran rótt; á Lambarifi lóar um stein; langhærða kembir þarahlein létt og hoppandi úthafsalda, útrænan mun þeím dansi valda. Beljur á fiúðum kjarna kroppa, kálfar í sléttri fjöru hoppa; á grundunum fjörugt uppi er, unglömb og folöld þar leika sér í kringum ánægðar, kátar mæður, Komið bið hingað systur, bræður! út á Skagann, þar uni’ eg mér, einkum þegar sumar er og blómin anga á grænni grund, og geislum stafar á ránarsund. B. J. Systkinin. —:0: — Þau hétu Jón og Sigrún. Sigrún litla var undur góð og ástúðleg stúlka. Allir elskuðu hana, sem kyntust henni. Eng- um þótti samt eins vænt um hana og Jóni litla bróður hennar, og þá hafði hún ekki minni mætur á honum. Þau voru líka alt af saman. En einu sinni, þegar minst vonum varði, varð Sigrún litla veik og lagðist í rúmið. Jón iitli undi sér ekki. Hann stóð löng- um hjá rúmi systur sinnar með tárin í augunum yfir því, að sjá, hvað hún tók mikið út. Sigrún litla lá nú svona rúmföst dag eftir dag. Einu sinni dettur Jóni í hug, að það kynni máske að gleðja liana, ef hann tíndi fáein blóm og færði henni. — Hann hljóp þá út á tún og tíndi fegurstu fíflana, sóleyjarnar og baldursbrárnar, sem hann gat fundið handa systur sinni, því að hann vissi, að hún hafði svo undur gaman af blómum. Á

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.