Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1905, Blaðsíða 3

Æskan - 01.02.1905, Blaðsíða 3
35 þó eitthvað á þá leið, að faðir hans hefði víst komist jafn-farsællegá heim án allra þessara bæna. Þarna sátu nú hjónin undir krossinum og héldust í hendur. Þau sögðu hvort öðru frá öllu því, er við hafði borið á sið- astliðnum vikum, en börnin lóku sér inn- an um kjarrið kringum hæðina. „Hvað er þetta", mælti ívan alt í einu. Maschinka hljóp óttaslegin til móður sinn- ar, en faðir hennar fór að grenslast eftir, hvað það væri, sem Ívan hafði fundið. Kom það þá í ijós, að í runninum bak við kross- inn voru tvær stórar skammbyssur ásamt stórri byssu og hárbeittu sverði; en hversu vel sem leitað var, varð þó engra manna vart þar umhverfis. „Þetta eru stigamannavopn; hermenn bera aldrei þess konar vopn! “ mælti Pétur, og húsbóndi hans varð að játa, að hann hefði satt að mæla. Prúin og börnin urðu frá sér af hræðslu, er þau sáu morðvopnin. í sama biJi bar þar að nokkra menn neðan úrborg- inni og sýndi Pétur þeim hina fundmbmuni; en alt kom fyrir ekki, og urðu þau einskis vísari, hversu vandlega sem leitað var. En það sáu þau, að runnarnir og kjarrið þar umhverfis var alt niður troðið, svo auðsætt var, að einhver hafði rutt sér braut gegnum það inn í þéttasta skóginn. Kaup- maður og íólk hans hélt svo lieimleiðis dapurt í huga; það gat ekki almennilega áttað sig á þessu. En eitt var þó auð- sæt.t, nefnilega það, að hór áttu þau öll föðurnum algóða að þakka dásamlega frelsun. (Framh.). jjaniið cg fuglinn, „Þú litli fugl minn! flýt þér inn að forðast, ]jóta smyrilinn*) er færist ætíð nær og nær, — að ná í þig, — með bognar klær“. „Hinn vondi smyrill veiðum á þór vissulega hyggst að ná, en inn um gluggann flýðu fljótt! eg fús skal hýsa þig í nótt.“ „Þar graut og mjólk og alt, er á eg ætilegt, það skaltu fá; og leika með þér vil eg víst; að vera hryggur, máttu sízt“. „Og þér eg beztu gullin gef, af gullunum því nóg eg hef, og litlu kisu burt eg ber, hún bítur er hún leikur sér.“ „Kom óhræddur því á minn fund og undu hjá mér litla stund, því blóma ilminn einnig hér þú inni getur haft hjá mór“. „Nú saman lykjast blómin blíð, því brátt um næstu fjallahlíð nú sólargeislinn síðsti skín. Ó, syng mér fögru ljóðin þín!“ Þorst. Finnbogason. *) lítill grár ránfugl.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.