Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1905, Blaðsíða 5

Æskan - 01.02.1905, Blaðsíða 5
37 en gjafir streymdu inn, svo að hann gat keypt land og bygt stórt lnís handa mun- aðarleysi n gj un um. Hér er ekki rúm til þess að lýsa ná- kvæmlega, livernig starfsemin óx rneir og meir; tala munaðarleysingjnnna, sem tekn- ir voru, fór dagvaxandi; ný stórhýsi voru reist í sambandi við hið fyrsta. Guðs dýi ð hvíldi yfir þessu göfuga verki. Traust Ge- orge Miillers brást aldrei. Hann bað guð um peninga, um verkaíólk, um atvinnu- staði handa börnunum, er þau fóru af hæiinu, og hann fékk alt af það sem hann bað um. Stundum fékk hann 10,000 pd. Steriing í einu og það oft frá nafnlausum. — Hann bað aldrei menn hjálpar, og aug- iýsti aldrei eftir gjöfum. Yfir 60 ár yar hann formaður hælisins, og ól upp á þeim tírna um 10,000 börn. Enginn var látinn fara af hælinu fyr en liann gat unnið fyr- ir sér, og öllum var útvegaður viss stað- ur áður enn þeir fóru. Síðustu árin var tala þeirra barna sem áttu heima þar í hælinu orðin 2000. — Þegar Geoi'ge Múller var 70 ára að aldri, fékk hann köllun til þess að ferðast um og vitna um föðurgæzku guðs í Jesú Kristi. Á árunum 1875—1892 var hann mikið á ferðalagi að prédika og sneri mörgum þús- undum til guðs. Hann ferðaðist um 42 lönd, fór 200 þúsund enskar mílur og lét útbýta á ýmsum málum svo miijónum skifti af biblí.um og testamentum og öðr- um kristilegum ritum. Sjálfur varði hann altaf 3 tímum daglega til þess að lesa í biblíunni og biðjast fyrir, Hann sagði, að af því væri kraftur sinn sprottinn. Seinustu árin frá 1892 —1898 hélt hann kyrru fyrir heima og starfaði með miklu þreki fyrir stofnunina. Seinasta sunnudaginn sem hann lifði, prédikaði hann með óskertum sálarkröft- um. Miðvikudagskvöldið 9. marz 1898 sat hann á starfsmannafundi, og gekk síð- an um kring til að líta eftir oins og hann var vanur; gekk hann síðan til svefnher- bergis síns. En um morguninn er her- bergisstúlkan kom inn, fann hún hann dá- inn. — Ekkert benti á að hann hefði haft nokkurt dauðastrið. Þannig gekk þessi ti úi þjónn drottins inn i fögnuð herra sins. Æfisaga hans sýnir oss áþreifanlega þetta tvent: Fyrirheiti guðs standa stöðug e n n þ a n n d a g í d a g, o g b æ n i n, sem e r bygð á f y r i r h ei tin u , kem- ur til leiðar stórmerkjum,. einnig á vorum dögurn. — Blessuð veri minning hins mikla barna- vinar! — Fr. Friðriksson. Mýldi stúdentinn. Einu sinni voru tveir kátir og gaman- samir stúdentar á gönguför, og bar svo til að þeir koma að skógarhorni, þar sem bóndi nokkur lá steinsofandi, og hafði brugðið um handlegg sér múltauginni, sem asni hans var mýldur við. Þá tók annar stú- dentinn múlinn af asnanum, keyrði á hann með staf sínum, og rak hann burt. En liinn stúdentinn lét múlinn á sig og beíð

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.