Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1905, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1905, Blaðsíða 7
39 Þá fæddist þú inn í þessa stöðu. Eng inn getur komist inn i hana öðruvísi en með því að fæðast af vatni og anda. Enginn getur gjört neitt til þess að öðl- ast rétt til þessarar stöðu, því hún er guðs gjöf. Þú varst skírður sem ungbarn. Það var það bezta, sem gat komið fyrir þig. Það er stærsta veigjörðin, sem þú hefir fengið í hfinu, því barna- skírnin er eðlilegri en skim fullorðinna manna, því barnið er hæfara fyrir náðina en fullorðinn maður, sem á að berjast við sjálfbyrgingskap sinn, en verður að verða eins og ungbarn, ef hann á að geta fæðst að nýju. Þú hafðir líka þörf á að skírast sem lítið barn, því þú fæddist með spiltum tilhneig- ingum, og varst í syndinni getinn; þar að auki varstu svo hjálparvana, að þú gazt ekkert nema þegið það, sem guð og menn gerðu við þig. Guð og menn gerðu vel við þig þegar þú varst litill, þakkaðu því guði fyrir það alt. Þakkaðu guðí fyrir þá óumræðilegu náð, að þú varst skírður strax í æsku þinni, svo að hann tók þig að sér og gorði þig að sínu barni. Þakkaðu guði fyrir, að liann gaffor- eidrum þínum náð til að uppfylla boð- orð Jesú á þór, að gjöra þig að Jesú lærisveini, með því að láta skíra þig í nafni hins þríeina guðs og síðan að kenna þér að haida það, sem hann hefir boðið. — Þakkaðu guði fyrir það, að kirkja guðs bannaði þór ekki að koma til Jesú á barnsaldri þínum, og að hún, hlýðin guðs anda, tilreiddí þér skírnina svo snemma. Jesús er gramur við þá lærisveina, sem vilja hindra börnin frá að koma til sam- félags við guð.— Nú hefir guð staðfest þetta samfélag sitt við þig á þessum hátíðlega fermingardegi þínum, en nú er alt komið undir því, að þessi guðs náð og útvalning ekki verði til ónýtis á þér. Þess vegna verður þu að gæta þess ér hór fer á eftir. IV. Þú verður að útvelja guð í trú þinni. Einungis þeir, sem trúa á Jes- úm Krist, hafa gagn af skirnarnáðinni. Guð gerði þig að barni sínu í skirn þinni; ef þú ekki trúir á Jesúm Krist, þá ertu eins og glataði sonurinn, meðan hann var í framandi landi. Hann var að vísu son- ur föður sins, hann var fæddur inn í þá stöðu. En hann fór burt og hafði ekkert gagn af því, á meðan hann var í burtu, svo að hann jafnvel varð feginn að seðja sig á svínadrafi, og hefði dáið úr hungri, þót.t hann ætti ríkan föður, ef hann hefði ekki snúið heim. — Þanníg eru hinir skírðu, sem ekki trúa, sem lifa án guðs. Þeir villast æ lengra frá guði og lifa á drafi veraldarinnar, og deyja svo loks í syndum sinum og glatast, ef þeir eigi breyta eins og glataði sonurinn: snúa sér til guðs aft- ur og verða frelsuð guðs börn fyrir trúna, lifameðguði, svo guð geti verið með þeim. Þú hefir rétt til þess að vera hjá guði, af því þii ert skírður, en þú nýtur náðar hans og samfélags eingöngu með því að trúa þeim sem hann sendi. Haltu því fast við trúna og náðarsam- félagið og láttu engan tæla þig frá guði. Gefðu guði algjörlega hjarta þitt,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.