Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1905, Blaðsíða 4

Æskan - 01.03.1905, Blaðsíða 4
44 komu sér að að fylgja dæmi hans var liann kominn upp aftur og hjálpaði þeim niðnr, en í sömu svipan og þeir sligu fæti á jörð féll reipið brunnið nið- ur. Eins og ekkert liefði i skorist liélt Nepomuk svo áfram að bjarga, þar sem fólk, skepnur eða fémætir hlutir voru í hættu. »I5etta hlýtur að vera paurinn sjálfur, en ekki menskur maður«, sögðu menn, er þeir sáu dirfsku Iians. »Nei, hann er engill!« mæíti frú María og vafði að sér syni sína, er hann hafði hriflð úr dauðans kverknm. (Sjá myndina á næstu síðu). Nú eru sjómennirnir lagðir út á hafið, til þess að afla sór og sínum lífsuppheldis. Það er ekki iítill fjöldi, sem er á öilum hinum mörgu skipum. Það var næsta falleg sjón að sjá höfnina hérna seinustu dagana í febrúar. Það var eins og vaxinn væri upp úr sjónum heill skógur, svo þétt sýndust möstrin að standa. Þá'var held- ur ekki Ijótt að líta út á höfn á kvöldin, þegar búið var að kveikja á öllum skip- unum, þá var eins fjöldi af stórum stjörn- svifu rétt yfir höfninni. Nú eru sem sagt skipin komin út til þess að fiska. Heldur mun stundum vera strangt þar úti, þegar stormui'inn hvfn, og öldurnar rísa hátt á vetrarnóttunum. Sjómennirnir okkar eru hetjur og hræðast eigi volkið, Þeir leggja hart á sig, og öll góð börn eiga að biðja fyrir þeim að þeir mættu komast heilir að landi og uppskera góð laun fyrir erfiði sitt. Það þarf líka að taka sem bezt á móti þeiin er þeir koma að landi. „grottinn var með honumíl. (1. Mósobóít: 39, 28). Smágreinar til fermdra unglinga frá Fr. Fr. V. Kæru ungu vinir! Þið vitið allir saman, hvað snjóflóð eða snjóskriða er. Hún byrjar hátt uppiundir fjallsbrúninni, og lítil er hún i byrjun, en hún vex, og hún rennur niður fjallshlíðina með feiknahraða og ryður öllu um koll, sem á vegi hennar verður, og alt, sem undir henni verður, iiggur eftir í rústum. Fyrir skömmu ias ég eftirfylgjandi orð: „Þegar illnr vani fær að þróast í nœði, vex hann eins og snjóflóð, brestur verður að lesti, þangað til hann lcemur manni á haldan klaha“. Þannig fór fyrir ungum manni, senr byrjaði að drekka um fernringu og var orðinn aumingja ræfill um þrítugt. Það sýndist í byrjun vera svo saklaus ánægja að drekka eitt glas af víni með góðum kunningjum. Hvað skaðar það? Ekkert nema það, að það var byrjun á snjóskrið- unni, er gjöreyddi hamingju hans og gerði hann að aumingja ræfli. Þannig hefir farið fyrir öllum drykkju- mönnum. Því, hvernig hafa þeir byrjað?

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.