Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1905, Blaðsíða 5

Æskan - 01.04.1905, Blaðsíða 5
53 Hond samvizka. m/þé Það var einu sinni á áliðnum sunnu- degi, að Pétur var að leika sér að því að kasta steinum; ílaug þá einn steinn- inn óvart í rúðu á húsi prestsins, og hún niölbrotnaði. Óðara en Pétur tók eftir því, tók hann til fótanna og var í feluin það sem eftir var dagsins, því liann hugsaði, að presturinn myndi verða bálreiður og láta komast eftir því undir eins, hver hefði gert það. En hræðslan í Pétri var ástæðulaus í það skifti, því enginn hafði veitt brolnu rúðunni eftirtekt hjá prestinum. Næsta sunnudag el'tir átti Pétur að koma á barnaguðsþjónustu, og þá varð liann enn þá hræddari en áður um það, að prestur mundi veita sér tiltal. Settist hann því liægt og liljótt á aftasta bekk- inn. En prestur var elcki að liugsa um rúðuna. Hann var að segja börnunum frá sköpun heimsins, og þegar hann hélt, að þau væru búin að skilja alt, sem hann liafði sagt þeim, þá fór hann að spyrja: »Jæja, börnin góð! Hver lieíir þá skapað himininn og jörðina?« Enginn drengurinn svaraði. Þeir voru ekki búnir að átta sig á þvi, eða svefn- mók sigið á þá, af því að heitt var inni. Presturinn spurði aftur á ýmsa vegu, en enginn svaraði. Loksins benti hann með hendinni á aftasta hekkinn og kall- aði hátt, liklega til að fá svar þaðan: »Nú, nú, hver heíir þá gert það?« Pétur hrökk alveg saman í kuðung af liræðslu, og varð kafrjóður í framan. Hann hal'ði ekki tekið eftir einu orði af því sem presturinn hafði verið að l'ræða börnin um, vegna liræðslunnar út af brotnu rúðunni. En þegar prestur spurði í svona háum róm, þá ílaug honum undir eins í liug: Nú kemur það! Og svo svarar hann stamandi: »I3að er eg, sem hefi gert það«. Pestur varð forviða ogspurði: »Hvað ertu að segja, Pétur, hefir þú skapað heiminn?« Það kom heldur fát á Pélur og hann varð svo skömmustulegur: »Nei, eg lief bara kastað steini inn um glugg- ann hjá prestinum«. Hræddur flýr, þó enginn elti, má segja um þann, sem hefir vonda samvizku. Jvernig d þvi stoð. Eftir Korneliu Lewetsow. Snjóað hafði alla nóttina, en nú skein svo skært á hvítar ekrur, tré og runna. Langir ísstönglar héngu niður af þök- um litlu húsanna, og það var með naum- indum að liinir sameinuðu kraftar sól- argeislanna að utan og ofnsins að inn- an gætu brætt frostrósirnar á rúðunum. Drengjunum, sem þyi-ptust út úr stóra nýja skólanum hans hr. Johnsens, fanst þetta vera lireinasta kongaveður. Þeir rendu sjer eftir rennusteinunum, og þeg- ar skarinn var kominn í hliðargötuna, komu snjóboltarnir á gang. Á torginu

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.