Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1905, Blaðsíða 2

Æskan - 01.05.1905, Blaðsíða 2
58 tíma. Einnig land vort hetir notið góðs frá honum, og þarf elcki að fjölyrða meira í Æskunni um það, því öll börn vita, hve góðan konung vér eigum, og óska honum allrar blessunar á æfikveldi hans. Hans verður minst með þakkiæti og velvild svo lengi sem íslenzk tunga er töiuð. iraumuf. Mamma var í eldhúsinu og var að hræra kökudeig. Hans lilli stóð hjá henni og horfði á. Egg, sykur, smjör, hugsaði liann, en það sælgæti! Mamma vissi ekki fyrri til, en sleiki- íingri var stungið ofan i fatið og síðan upp í munninn á Hans lilla. Ihi mátt ekki þetta, Hans, sagði mamma hans; en áður en hún hal'ði snúið sér við, var fingurinn aftur kominn í falið. Heyrðirðu ekki, að eg sagði þér að þú mættir þetta ekki, sagði mamma, og fór nú að verða alvarleg á svipinn. En Hans litli gat ekfd liaft augun af kökudeiginu, það var svo gómsætt, og þegar mamma hans var gengin að elda- vélinni, þá var íingurinn aftur kominn í deigið. Þá varð mamma l)yrst við hann, þreif í handlegginn á honum og sagði: Svei! skammastu þín, strákurinn þinn! Hans hnykti þá á og ællaði að slíta sig af móður sinni; en þegar honum tókst það ekki, þá sló hann í andlitið á heftni. Hún slepti þá tökum, en hún leil til hans svo alvarlega og raunalega, hristi höfuðið og sagði: Veslings, veslings drengurinn minn! Hans hljóp þá út. Hann liljóp og hljóp, en það stóð á sama, livað hart hann hljóp, alt af hljóm- uðu þessi orð fyrir eyrum honum: »Vesl- ings, veslings drengurinn minn!« Hann galaði og lék en raustu móður sinnar gat hann ekki hrundið frá sér. Um kveldið skreið hann upp í hólið silt bauð mömmu sinni ekki góða nótt; hann þorði ekki að líta framan í hana. En svo var það kveldbænin hans! Mamma var alt af vön að lesa liana með honum. O, það stóð nú svo á fyrir honum í þelta sinn; liann varð að sleppa því að lesa liana. Hann breiddi upp yíir höf- uðið á sér, til þess að heyra ekki til mömmu sinnar og sofnaði óðara. En þegar liann hafði sofið litla stund, þá þótti honum sem hann vakna við það, að hann var búinn að missa hægri höndina. En livað var orðið al' henni! Hann leitaði alslaðar í rúminu, nei, lnin var ölf á burtu! Hvað átli hann nú að gera? Hann þóttist sjá hana á gólfinu, hann spratt fram úr rúminu. Nei, það yar glampi af tunglinu, sem Iagði inn um gluggann. Þá þóttist hann sjá hana hanga uppi, Nei, það voru vetlingar pahba, sem höfðu verið hengdir út við gluggann til þerris. Iivernig í óskupön- um álti hann nú að fara að, þegar hönd- in var farin? í sama bili sá liann engil

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.