Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1905, Blaðsíða 3

Æskan - 01.05.1905, Blaðsíða 3
59 iljúga inn i stofuna; hann tók utan um mittið á honum og flaug burt með hann. Hvert ætlarðu með mig? spurði Hans kjökrandi; hann fann, að það var illa komið fyrir sér. Eg ætla með þig til guðs, svaraði eng- illinn og leit alvarlega til lians. ()g svo komu þeir til guðs. Hans varð alveg utan við sig, þegar hann sá allan þann Ijölda af englum, sem var þar. Þeir stóðu í löngum fylkingum og breiður gangur á milli. Hann ætlaði að lilaupa tll þeirra og heilsa með handabandi; en þá rnundi liann eftir þvi, að hann vantaði hægri hendina. Þá varð liann ákallega stúrinn og vafði sig óttasleginn upp að englinum, sem hafði sótt hann. Þeir gengu þá lengra og lengra fram á milli englafylkinganna, en allir englarn- ir voru niðurlútir af sorg eða drúptu, þegar Hans i'ór fram hjá þeim. (), eg vildi, að einhver af englunum vildi líta til mín, þó ekki væri nema einn, and- varpaði hann; honum liafði aldrei nokkurn tírna verið eins þungt niðri fyrir. Svo komu þeir fram fyrir hásæti guðs. Hann vissi ekki, livað hann átti af sér að gera, svo var hann hræddur; hann fann, að hann var sekur og þorði ekki að líla upp. Þá heyrði hann all í einu rödd, stranga og alvarlega, svo að hon- um lá við að lmíga niður. Réttu mér liægri liöndina, sagði röddin. Hvernig átti nú að að fara? Hægri höndin var farin, það var nú áreiðanlegt. En þá sá hann alt í einu, að engillinn, sem hafði sótt hann, hélt á hægri hendinni hans og rétti hana að guði. Þá sagði sama röddin aftur: Þessa hörid skal brenna, því hún helir barið hana móður sína, nema því að eins. — Þá varð röddin aftur mildari og ástúðlegri, — nema því að eins, að einhver geíi sig fram, sem vilji láta brenna sína hönd í liennar stað. Þá varð svo hljótt alt i kring, enginn svaraði og Hans skalf og titraði, svo hann gat varla á fótunum staðið. Hon- um varð litið niður eftir öllum hinum löngu fylkingum englanna; þeir stóðu þar allir og enginn þeirra hreyfði sig. En engillinn, scm hafði sótt hann, gekk þá hljóðlega l'ram fyrir hásæti guðs og sagði með málrómi, sem Hans þekti svo undurvel: Eg ^il gera það! Nú leit hans l'yrsl framan í engillinn og þá sá hann andlit móður sinnar. Hún rétti drotni sína hönd, til þess að hún yrði brend. Nei, nei! hrópaði Hans, fullur örvænt- ingar, nei, höndin liennar mömmu skal ekki verða brend! Nei, nei, nei! Það er eg, sem hefi syndgað! og hann fór að gráta og grét svo liátt, að hann vaknaði. Hann lá í rúmi sínu. Mamma hans sat hjá honum og hafði lagt handlegg- inn um hálsinn á honum. Manuna, mamma! kallaði hann upp og varpaði sér að brjósti hennar. Mamma mín! eg skal aldrei gera það framar. Mamma strauk hendinni um litla koll- inn hans undur ástúðlega og sagði: »Eigum við nú ekki að lesa saman kvöld- bænina þina, elsku drengurinn minn!« R. J.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.