Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1905, Blaðsíða 1

Æskan - 01.06.1905, Blaðsíða 1
Hann kveður. Þá vökna vina brár: Veröldin er svo stríð. Það huggar, að guð mun gæta hans, Þótt gatan verði þröng, Og' fylgja honum til fósturlands Um frama- og heillagöng'. Eimsldpið gall við svo hátt á höfn: Halda skal brátt af stað; Bylgjiirnar ljeku svo dátt á dröfn, Dimmróma vindur kvað. Ungur maður frá ættarströnd Ætlar með skipi á braut; Framundan ókunn liggja lönd, Lýsir þar vonar skraut. Framundan ægir blikar blár, Að baki’ er æsku tíð Þótt sveinninn fari’ um fjarlæg lönd Og finni þar gæfu’ og seim, Við föðurlandið hann binda bönd, Sem brátt munu draga’ hann heim. Því æskustöðin og eyjan pnið Á afl, sem laðar hann dátt; Hann man hennar svása sumarskrúð Og sumarbjarta nátt. Eímskipið kemur aptur af dröfn, óma þá lúðrar dátt, Og flytur drenginn minn heim í höfn, Þá hjartanu verður kátt.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.