Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1905, Blaðsíða 3

Æskan - 01.06.1905, Blaðsíða 3
67 En á bakvið ást hans á náttúrunni, er kærleiki hans lil fósturjarðaririnar. Hann getur orðið hrifinn af náttnrn- fegurðinni í útlendum skógum, og lýsl þeim svo yndislega, en samt verð- ur hann að játa, að »keir yndistöfrar eigi saml mjer fróa, því andi minn á hnúkaláði dvelur, þar þungur foss i þröngu gili dunar«. Það er föðurlandsástin, sem lætur »yndistöfra« annars lands ekki »fróa« skáldi voru, heldur knýr »anda« hans að dvelja heima á hinn ástkæra »hnúkaláði«, þar sem hann elskar »----------fjöll með enni björt í heiðisbláma og dali og hlíðar og fossaföll, og llúð þar drynur brimið ráma«. Hann elskar land sitt með »sumar skart« og »með vetrarskrautið bjart«. Hann elskar þjóð sina með »ættar- hragð frá fvrri tíðum« og málið henn- ar »svo mjúkt sem hlómstur og sterkt sem stál«; af þessu kemur það, að ljóðin hans hafa fesl svo djúpar ræt- ur í hjörtum þjóðarinnar. ()g margur ungur maður, sem dval- ið hefur í öðrum löndum fjarri átt- högum sinum, hefur viknandi raulað l'yrir munni sjer: »Svo traust við Island mig tengja bönd, ei trúrri binda son við móður, og þó að færi’ eg um fjarlæg lönd og fagnað væri mjer sem bróður, mjer yrði gleðin að eins veitt lil hálfs, á ættjörð minni nýt eg fyrst mín sjálfs, þar elska eg flest, þar uni eg best, við land og fólk og fcðra tungu«. Ljóð Steingrims eru Ijúf öllum, sem elska fósturjörð sína, hvort sem þeir eru innanlands eða utan.! Og hörn- unum eru þau svo ljúf af því, að það er í þeim svo mikið al' æskuvndi, hlíðu og viðkvæmni, og' harnslegu sakleysi. Mörg af börnunum, sem lesa »Æsk- una« hafa sjálfsagt sjeð mynd af hörpu, og' vita að harpan hefur ýmsa strengi, hvern með sínum hljómi, en þó eru allir strengirnir samróma. Skáldskap skáldanna er stundum líkt við hörpu. Ef við nú líkjum skáldskap Steingrims við hörpu, þá hef jeg nú hent ykluir á hljómana í tveimur af strerigjunum, hent ykkur á náttúni kvæðin og föð- urlnnds kvœðin. Og jeg vil ráða ykk- ur til að lesa þau kvæði vel og vand- lega og læra mörg af þeim utan að. En harpan hans Steingríms hefur tleiri strengi en þessa tvo, þó að ekki lýsi jeg' fyrir ykkur öðrum en þessum nú. Aðeins ætla jeg að henda ykkur á eitt. Ef að ])ið þekkið einhvern, sem hef- ur öfund og úlfúð, eða hjegómasemi og mont, eða einhvern slíkan skáplöst í fari sínu, einkum ef þið finnið eitt- livað af slíkum göllum hjá ykkiu* sjálf- um, ])á er ekki úr vegi að lita í lausa- stökurnar og smákveðlingana í kvæða- hók Steingríms; það gæti komið að gagni. Þar er ósómanum lýst svo vel í fáum orðum, að þeir sem hafa hann, hljóta að roðna og skammast sín, er þeir lesa eða heyra háðvisurnur um liann. Hvað haldið þið að gikknum verði við, er hann les vísuna um sjálf- an sig:

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.