Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1905, Blaðsíða 1

Æskan - 01.07.1905, Blaðsíða 1
VIII. árg. Eignarrétt hefir: St.-Stúka ÍBlandB (I.O.G.T.) Rvík. JÚlí. 1905. Kitstjöri: sóra Friðrik Friðriksson. 19-20. tbl. Hnn fursti vinur minn. Eg átti heima í Brighton. í þeirri borg bjuggu margir efnamenn, er lií'ðu af vöxtunum af fé sínu; þangað komu og margir ferðamenn, er voru að skemta sér, og af því að loftslagið var svo heil- næmt, þá leituðu þangað margir sjúk- lingar til þess að ná aftur heilsu sinni. Eg var tólf ára er saga þessi gerðist, og hafði stundum ofan af fyrir mér með því að bursta skó manna á götum úti, en minn vanalegi atvinnuvegur var þó að — hnupla. í fjögur ár hafði eg gert mig sekan í þessu athæfi og var orðinn mjög kænn og leikinn í því. Aldrei hafði eg komist undir manna hendur, og heldur eigi hafði nein grunsemd fallið á mig. Átti eg það víst að þakka rjóðu kinnunum, sakleysissvipnum og hinu kurteysa viðmóti mínu. Móðir mín var dáin, faðir minn sat í fangelsi, eg var því munaðarlaus, vesal- ings villuráfandi fiækingur, er hafðist við á götum úti. Eitt kveld í október mánuði í leiðin- legu votviðri hallaði eg mér upp að rimlagarði einum til þess að hvíla mig; heyrði eg þá blístrað rétt hjá mér og leit upp. Ungur maður stóð í dyrunum á húsi einu beint á móti og hélt á nokkr- um bréfum í hendinni. Eg stökk þvert yfir götuna til hans og tók ofan fyrir honum. »Getur þú komið þessum bréfum í póstkassann fyrir mig, drengur minn?« sagði hann við mig. »Eg hef engan að senda með þau, og get ekki sjálfur far- ið, því eg er veikur«.— Eg sá strax á honum, að hann væri mjög veikur. Hann var hár og grann- ur, hér um bil um tvítugt. Hann var mjögfölurogkinnfiskasoginn.ograuðleitir blettir i kinnunum; augun voru stór og björt. Hendur hans voru nær gagnsæar, svo magrar voru þær, og fingurnir mjóir og bláir af kulda.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.