Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1905, Blaðsíða 5

Æskan - 01.07.1905, Blaðsíða 5
ÆSKAN. 77 um. Nú er hún lengi vel hjá frú Huldu, eu þá fer að sækja á hana ógleði og vissi hún ekki sjálf í fyrstunni, hvað að sér gengi, en loksins fann hún að það var heim-sótt, Þó henni liði hér þús- undsinnum betur en heima, þá langaði hana samt þangað engu að síður. Þar kom loks að hún sagði við frú Huldu: »Það er komin í mig heimsótt og hversu vel sem um mig fer liér neðra, þá verð eg fyrir hvern mun að komast upp aft- ur til minna nánustu«. »Það líkar mér vel«, mælti frú Hulda, »að þú þráir aft- ur til heimkynna þinna og fyrst þú hefir þjónað mér svo dyggilega, þá skal eg sjálf koma þér upp til efri bygða«. Tók hún hana síðan við hönd sér og leiddi hana að stóru hliði. Laukst þá liliðið upp og er stúlkan stóð beint undir því, þá kom yfir hana dynjandi gullregn og festi á henni alt gullið svo að það þakti liana alla að utan. »Þetta skaltu eiga« mælti frú Hulda, »fyrir það, að þú hefir veiið iðin«; og um leið fékk hún henni spóluna, sem dottið hafði niður í brunn- inn. Eftir það laukst aftur liliðið og í sama bili var stúlkan komin aftur ofan jarðar, ekki langt frá húsi móður sinn- ar, og er hún kom inn í húsgarðinn, þá sat haninn á brunninum og galaði: »Kýkeleký, þar kemur aftur gullvífogfögnum vérþví«! Fór hún þá inn til móður sinnar og með því að hún var alþakin gulli, þá var henni allvel tekið af henni og systurinni. Nú sagði hún frá öllu, sem fyrir sig hefði komið, og er móðirin heyrði hvern- ig hún hafði eignast þennan mikla auð, þá vildi hún að ljóta og lata dóttirin hrepti sömu hamingju. Henni tjáði því ekki annað en að setjast hjá brunninum og spinna, og til þess að spólan hennar j'rði blóðug, þá stakk hún sig í íing- urna og rak hendina inn í þyrnigerðið. Síðan fleygði hún spólunni i brunninn og stökk sjálf ofan í á eftir. Fór þá á sömu leið og fyrir hinni, að hún kom á fagurt engi og gekk áleiðis eftir sama vegi. Þegar hún kom að baksturofnin- um kallaði brauðið aftur og sagði: »Taktu mig út, annars sviðna eg; eg er fullbakað fyrir löngu«. Þá sagði sú lata: »Eg á nú ekki annað eftir en að fara að káma mig á þér; kúrðu þar sem þú ert þangað til þú verður kolsvart«, og gekk svo leiðar sinnar. Eftir litla stund kom hún að eplatrénu og kallaði tréð til hennar: »Æ, hristu mig, hristu mig; við eplin erum öll fullvaxta hverl með öðru«. En hún svaraði: »Ekki nema það þó! það kynni að detta epli niður í kollinn á mér«, og gekk svo á- leiðis. Þcgar hún kom á hlaðið fyrir framan húsið, sem frú Hulda átti heima i, þá var hún með öllu ósmeik, því um stóru tennurnar var hún þegar áður bú- in að heyra og var hún ekki sein til að vista sig hjá henni. Fyrsta daginn sat hún á sér og var iðin og gegnin við frú Huldu, þegar hún sagði henni að gera eitthvað, því hún var að hugsa um gull- ið mikla, sem hún mundi gefa sér, en þegar á öðrum degi fór luin að verða hyskin og á morgni þriðja dagsins lodd- aðist hún ekki einusinni úr bólinu. Ekki bjó hún heldur um rúm frúarinn-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.