Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1905, Blaðsíða 2

Æskan - 01.08.1905, Blaðsíða 2
ÆSKAN. 82 Hvernig" á því stóð. Eftir Kornelíu Lewetzow. (Frh.) »Æi, nei, æ nei! Djöfull- inn má ekki hafa mig!« og margt eftir því. »Hann getur ekki snert þig, barn!« sagði frúin og lagði hann blíðlega nið- ur í rúmið, »Jesús er sterkari, hann er sterkastur allra«. Jens skildi ekki orðin, en hinn bliði rómur sefaði þó ögn angist hans. »Vertu hjá mér«, bað hann, »þú mátt ekki fara, hann tekur mig, ef þú fer«. Við rúmið stóð lítið borð með öll- um gullunum hans Páls litla. Hann hafði smámsaman fært sjúklingnum þau að gjöf, en hann vissi það ekki og gaf því engan gaum. »Er hann ekki ofurlítið betri í dag, mamma?« sagði Páll einn morgun og leit á mömmu sina spyrjandi vonar- augum. »Jeg held ekki, barnið mitt, líttu á hann«. Litla andlitið, sem áður hafði verið svo undarlega rautt af sótthitanum, var nú næstum því eins hvítt, eins og koddinn. »Uss! Þú mátt ekki gráta hérna inni, Páll!« Meðan hún hvíslaði þessu að Páli, hrærði Jens sig. Fyrst dró hann andann þungt, opnaði augun og leit með undrunarsvip í kringum sig. Loksins kom hann auga á Pál, sem stóð úti við dyrnar. Það kom að eins ofurlítið líf í augun, hann reyndi að brosa; það var auðséð að hann þekkti Pál. Páll hljóp að, reiðubúinn að faðma Jens að sér, en móðir hans náði í hann í tíma. »Nú verðum við að vera mjög varkár«, sagði hann. Kapteinninn kom rjett á eptir inn. Nú var um líf eða dauða að tefla. »Verði guðs viljk, sögðu hjónin, en báðu þó um, að drengurinn mætli fá að lifa. »Hvar er jeg?« sagði Jens lágt, »hvernig er jeg kominn hingað?« Frú Lyng kraup niður við rúmið og sagði honum látlaust og innilega, að Jesús, sem elskar börnin, hefði gefið honum þetta nýja heimili, föður, móður og bróður. »Dreyptu nú á mjólkinni. — Þetta var ágætt! Kristín, hvað sýnist þér, bollinn er tæmdur?« »Þetta er nú víst helfróin! sagði Kristín, en læknirinn, sem kom skömmu síðar, leit öðruvísi á það. »Við ætlum að hafa það af«, sagði hann glaður. fjeýsir Eftir Jánas Hallgrímsson. Mig hafði alt af, frá því er eg var dálítill drengur, langað til að sjá Geysi einu sinni á æfi minni. Því þó að eg væri fæddur og uppalinn hér á landi, þá gafst mér ekki kostur á því, fyr en

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.