Æskan - 01.08.1905, Blaðsíða 3
ÆSKAN.
83
á fullorðinsárunum að horfa á þann
inndæla sjónarleik, sem islenzk nátt-
úra er að sýna með Ge}rsi.
Daginn áður en eg kom til Geysis,
var áköf rigning og um kvöldið sló
yfir þoku, og leit út fyrir versta veð-
ur; var eg á glóðum um að veðrið
myndi spilla fyrir mér allri ánægjunni.
En þó að farið væri að rökkva, þá
langaði mig til að litast um, hvernig
umhori's væri í kring um hverina. Mér
var svo mikil forvitni á að sjá, hvort
það væri nokkuð svipað þvi, sem eg
hafði ímyndað mér af sögusögn ann-
ara og svo myndum og málverkum
og bókum.
Þegar mig bar nærri hverunum, þá
þótti mér svipurinn yflr náttúrunni
æði þungbúinn. Svartir skýflókar svifu
yfir öllu. Það ólgaði og sauð í jörð-
unni i kringum mig. Annað veifið
heyrðist mér eitthvað svipað því, er
hvalir koma upp þar og þar á sjó og
blása í logni og þoku á næturþeli. Það
voru þeir Litli-Strokkur og Litli-Geysir
og fáeinir hverir aðrir; gusu þeir með
3—5 mínútna millibili og skvettu vatn-
inu fáein fet upp í loftið.
En ekkert varð mér eins starsjmt á
og flöt eina snjóhvíta, dálítið hallandi
og nokkuð stóra um sig; eg sá hana
blika gegn um rökkrið og hveragufuna.
Eg gekk út á þessa fiöt; eg sá ekki
betur en það væri frostbólstur eða lind,
er bólgnað hefði upp af frosti. En
það var öðru nær. Eg stóð nálægt
Geysi um hásumar; hitann lagði upp í
iljar mér í gegn um stígvélin. Þá vissi
eg, að þetta myndi vera það, sem
kallað er hveraskorpa, tinnukend
skorpa, sem sezt úr hveravatninu, eins
og ísmöl að sjá kringum rjúkandi
Iiverinn. Þegar litið er á þessa hvera-
skorpu í rökkri, þá getur enginn, sem
trúir augum sínum, annað séð, en að
hún sé svellbólstur. Þessi hveraskorpa,
sem eg stóð á, var þó ekki kringum
Geysi sjálfan, heldur laug þá sem heit-
ir Blesi og er allstór. Blesi gýs ekki;
vatnið í lauginni er alt af kyrt og fell-
ur hægt yfir suðurbarminn á henni.
Með árafjöldanum hefir hún búið til
þessa hvítu, undurfögru flöt.
Eg gekk upp að Geysi. Upp að
hvernum hggur eins og brekka, nokk-
ur fet á hæð; er það tóm hveraskorpa
og liggur hvert lagið ofan á öðru, eins
og gráleitar flögur. Loks komst eg
upp á barminn á skálinni. Eg hitti
svo á, að hún var full á barma og
hér og hvar rann út af börmunum.
Skálin er kringlótt og eins og sygill í
laginu, víðust að ofan, en mjókkar
eftir því sem neðar dregur. Vatnið í
skálinni var alveg kyrt á yíirborðinu,
eins og spegill væri, engin suða, eng-
in bóla kom neðan úr djúpinu. Það
var ekkert sem raskaði næturró Geysis.
Við og við heyrði eg þungar drunur
niðri fyrir, þrjár og þrjár í senn, svip-
aða fallbyssudynkjum i fjarska. Það
var eitthvað á seyði niðri í hvernum,
einhver umbrot. Eg vissi, hvað það
myndi vera. Það var vatnsgufa, rétt
komin að þvi að þeyta öllu vatninu
úr skálinni upp í háa loft.