Æskan - 01.08.1905, Blaðsíða 6
86
ÆSKAN.
Hekla.
Pií stóðst á tindi Heklu háin
Og horfðir yfir landið friða,
Par sem um grænar grundir líða
Skinandi ár að ægi blám,
En Loki bundinn beið í gjótum
Bjargstuddum umlir jökulrótum.
Pótti þér ekki ísland þá
Yfirbragðsmikið til að sjá.
Jónas Hattgrimsson.
Pegar til austurs er litið t'rá Geysi,
þá blasa við lágir fjallahryggir. Að
baki þeirra gnæfir eldfjalladrotningin
Hekla, tignarleg á svipinn og þögul, í
dimmblárri kápn. A kápunni blika
allavega lagaðar jökulfannir. Hún er
oft búin að bræða af sér, siðan sögur
l'ara af.
Margar sögur hafa gengið af gosum
Heklu. Ein er frá 1766. Það ár gaus
hún 5. apríl. Þegar gosið hófst, þá
urðu landskjálftar og þrumur gengu
og eldingar; öskustrókur þeyttist upp
úr henni. Stóreflis vikurmolar og
hraunstykki komu niður í tveggja og
þriggja milna fjarlægð. Einn glóandi
steinn, tæpur fjórðungur að þyngd,
kom niður hjá bænum Næfurholti og
sökk svo á kaf i frosna jörðina, að
honum varð ekki náð upp nema með
járnköllum. Sandurinn og askan varð
alin á dýpt í grend við fjallið; það er
vist, að næstu bygðir hefðu farið á kaf
í sand og ösku, ef ekki hefði viljað
svo heppilega til, að vestanvindur
þeytti miklu af öskunni austur ýfir
jökla og öræfi. í nærsveitunum varð
niðdimt um hádaginn og 20—30 milur
i norður frá Heklu gátu menn ekki
greint svart frá hvítu og urðu að þreifa
fyrir sér til að rata í húsum inni (í
Glaumbæ í Skagafirði), meðau askan
var að falla; þar varð öskulagið hálf
alin á dýpt yíir alla jörðina. Hinn 9.
apríl tók hún að gjósa með tvöföldum
krafti. Þá varpaði hún upp úr sér
glóandi stórbjörgum, sem svifu eins og'
flugnahópur innan í öskustróknum og
féllu svo niður allstaðar umhverfis.
Einu sinni sáust árján logar í einu
upp úr Ijallinu. Siðan lók straumur
af bráðnu grjóti að renna suðvestur
frá fjallinu, tnilu vegar; yfir þeim
straumi lá þykt og þétt gufuský. Það
gaus úr tveimur eldgigum i senn; var
annar þeirra i fjallstindinum og hinn
neðar, sunnan og vestan í fjallinu.
Svona hélt hún áfram fram á haust,
þó hún færi hægara eftir því sem
lehgra leið frá. Bláleit móða eða
mistur lá jafnan yfir öllu landi.
Einu sinni var öskustrókurinn
mældur og þá var hann 16000 fet á
hæð upp frá fjallstindinum, og þó varð
hann stundum hærri. Alt af voru
dynkir og landskjálftar, 2—3 kippir á
hverjum sólarhring. Dynkirnir heyrðúst
alt sumarið i margra mílna ljarlægð
frá fjallinu, ýmist eins og öskrandi
reiðarþruma eða eins og hleypt væri
af mörgum fallby'ssum í senn. Bæir
hrundu af landskjálftunum; aðrir lögð-
usl i eyði af öskufallinu stórir kjarr-
skógar eyddvtst og afréttir skemdíist.
Vikur l)arst langt út á haf og mætti
þar skipum á uppsigling frá Dan-
mörku, 30 mílur frá landi; vikur lá
líka í hrönnm með ströndum fram,