Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1905, Blaðsíða 6

Æskan - 01.09.1905, Blaðsíða 6
94 ÆSKAN. Hugaður rakki. Fyrir nokkrum árum síðan er skip á Ieið lil Kína; á skipinu var liðsforingi einn, kona lians og einkabarnið þeirra, iimm ára gamall drengur, og stór hund- ur af Nýlundnalandskyni, sem var kall- aður Bob. Skipverjum öllum þótli fjarska vænt um Bob, hann var svo mein- laus og líátur; en engir voru þó aðrir eins vinir og lilli drengurinn og 15ol>. Eitt kveld, er þeir léku sér saman, kast- aðist skipið alt í einu á hliðina og — drengurinn datl útbyrðis. I3á æptu ailir í einu hljóði: »Út að bjarga! út að bjarga!« og rakkinn hugaði stökk þeg- ar útbyrðis og synti eftir drengnum. Faðir hans var sem frávita al" örvænt- ingu og stökk út í björgunarbál með nokkrum öðrum, en það var svo skugg- sýnt að þeir sáu lítið frá sér. Loksins heyrðu þeir einbverja hreyiingu vinstra nieginn við skipið: »Róið nú afkappi; herðið ykkur nú!« hrópaði faðir drengs- ins. þeir sneru bátnum við og réru alt bvað af tók og komu þá fljótt auga á Bob með barnið í kjaftinum við borð- stokkinn á bátnum. Drengurinn var rétl við að drukna, en náði sér þó lljótt, og allir skipverjar klöppuðu Bob og sýndu honum öll vina- hót i orði og verki. Undir Góðrarvonar-höfða átti að ílytja farþegana í land. Liðsforinginn og kona hans stigu niður í bátinn ásamt drengnum þeirra og sögðu skipverjum að lialda Bob í bandi úti á skipinu, þangað til þau væru komin spölkorn frá skipinu. »I5á getið þið séð, livað Bob er duglegur að synda í raun og veru«. Veslings rakkinn rykti í bandið, beit í það, en það var til einskis. Honum var Iiatdið í bandinu |>angað lil bátur- iiiin var nærfelt kominn að landi. En óðara en bonum var slept, stökk hann útbyrðis. En þá rak hann all í einu upp óttalegt gól, veslings rakkinn, og henti sér nærrí því alveg upp úr sjón- um. Fyrst héldu menn að hann hefði fengið krampa, en það var annað verra, það var hákarl á eftir honum. »Há- karl! hákarl!« hrópuðu allir, ba^ði á skipinu og bátnum: Bob synti ýmist til hægri eða vinstri, ygldi sig og lét hákarlinn aldrei fá færi á sér. Liðsfor- inginn sá, fljótt, að litlar voru horfur á því, að þeir gætu komist nógu snemma á bátnum lil að bjarga rakkanum. Veslings Bob synti svo hart sem hann gal og var næstum að þrotum kominn. »Hættið að róa«, hrópaði liðsforinginn; »og snúið við bátnum«. I sömu svipan var bákarlinn rétt kominn að bundinum með gapandi ginið og ætlaði að gleypa veslings skepnuna. I’á stóð liðsforing- inn upp, setti byssuna sína við kinn sér og hleýpti af. Á augabragði varð sjórinn rauður af blóði og hákarlinn horíinn. Nú var róið þangað sem Bob lá syndandi. Liðsforinginn dró hund- inn upp í bátinn, barnið lagði armana um hálsinn á honum og allir hrópuðu, bæði í bátnum og á skipinu, af mikl- um fögnuði: »Húrra! húrra! Bob er

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.