Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1905, Blaðsíða 2

Æskan - 01.10.1905, Blaðsíða 2
98 ÆSKAN. Smáveg'is. Eirin sunnudagsmorgun, segir rithöf- undur nokkur, stóð eg og horfði á spðr- fuglaná í trénu mínu. Eg kastaði brauð- ínolura út á svalirnar, og kom þá stór hópur af fuglum til þess að halda mál- tíð, en rétt á eftir kom kötturinn út og læddist til þess að ná í einhvern fugl- inn. En í sama bili skrækti einn fugl, sem sat á þakbrúninni, þaðan sem hann gat séð hverju fram fór, og þegar í stað fiugu allir fuglarnir bnrt, og komu ekki aflur fyr en varðfuglinn hai'ði með kvaki sínu látið þá vita, að kisa væri farin inn. Vitur hestur. Maður einn í Boston segir frá eftir- farandi sögu: Eg átti vin, sem var skipasmiðnr. Hann þurfti að ríða langan veg lieim til sín frá vinnustaðnum. Hann átti grá- an hest sem hafði borið hann í mörg ár. Einu sinni hrasaði heslurinn og maðurinn datt af baki og lenti á steini með höfuðið. Hann lá nokkra slund meðvitundarlaus. Er hann raknaði við aftur, stóð hesturinn hjá lionum. Mað- urinn reyndi að komast á bak en gat það ekki; hann var svo máttvana. Þá gekk hesturinn að stórum steini og staðnæmdist þannig, að maðnrinn gat auðveldlega skriðið upp á sleininn og koiriist á bak. Þegar hann kom heim varð hann að hátta, og lá nú nokkra hríð veikur. Pegar honum var farið að batna, svo að hann gat setið við gluggann, var hesturinn teymdur að glugganum, og lét hann þá auðsjáanlega gleði sína í ljós, er hann sá aftur húsbónda sinn. Maðurinn liíir enn þá og fullyrðir að sagan sé sönn. Stór biblía Biblían í Tíljet er ekkert smásmíði. Hún er í 908 bindum, hvert bindi er 1000 blaðsíður. Hvert bindi er 10 pund að þyngd, 2ö þuml. að kjöllengd, 72/s á breidd og 72/5 á þykt. Tólf uxa þarf til þess að ftytja þetta bákn, og húsin, þar sem trédrumbarriir eru geymdir, sem hafðir eru til að prenta biblíuna með, eru eins og dávænt þorp. Mon- gólskur höfðingi einn gaí' nýlega 7000 stórgripi fyrir eitt eintak af þessari biblíu. — Al' biblíunni ensku eru til svo litlar útgáfur, að heil biblía kemst í vestisvaxa og kostar nokkra aura. Það er munur • l Ráðning gútnanna á bls. 96. 1. Reykur. 2. Vegur fuglanna í loftinu. 3. Tjald. 4. Nál. dluglýsing. Þeir, sem hafa unriið til hinna lofnðu verðlauna, en ekki í'engið þau send, eru beðnir að skril'a hr. bóksala Guðmundi Gamalíelssyni hið bráðasta til um það, svo bækurnar geti komið sem fyrst til skila. — Þeir, sem safna 5 eða 10 nýjum áskrif- endum að liinum nýja árgangi, og slanda skil á andvirðinu, mega búast við ein- hverju góðu sem síðar verður auglýst. Prcntsniiðjan Gutenberg,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.