Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1908, Blaðsíða 5

Æskan - 01.01.1908, Blaðsíða 5
ÆSKAN. 3 til að bera lík föður míns heim. IJegar mesta geðshræringin var afstaðin og við mamma stóðum yfir líkinu, sagði mamma við mig: »Elsku Hans minn, þarna getur þú nú séð afdrif þeirra, sem neyta áfengis. Vesalingurinn liann faðir þinn er nú dáinn sem drykkjumaður. Lofaðu mér því nú að þú skulir aldrei neyta æsandi drykkja«. Eg lofaði rnóður minni því og eg liefi haldið það loforð síðan í þessi ár, sem eg liefi verið á sjónum, og eg mun með guðs hjálp lialda það framvegis meðan eg lifi. Þessi stutta frásaga fékk mikið á hina sjómennina og einn þeirra, sem var í mestum metum hjá þeim, hvatti þá til að verða drengnum samferða út á skipið. Það gerðu þeir einnig samstundis og þegar þeir komu út á skipið fóru þeir til skipstjórans, sem var bindindismaður og tjáðu honum, að þeir einnig vildu verða bindindismenn. Eftir nokkur ár ált þú, sem þetta les, að líkindum að leggja á stað út í lífið. Viljir þú vera þess fullviss, að þú getir sneitt hjá allri eymdinni, sem ofdrvkkjan veldur, þá er bezta ráðið til þess að lofa guði og sjálfum þér, að þú slculir aldrci bragða áfenga drykki. Það er sífelt að verða algengara, að vinnuveitendur krefjist þess af þjónum sínum, í hinum ýmsu hlutverkum þeirra 1 lífinu, að þeir séu bindindismenn og er það ágætt, því það cr alveg áreiðan- legt, að sá sem drekknr er óhœfari til vinnu sinnar, en bindindismaðurinn. Til þess að komast áfram í heiminum er alger bindindissemi frá áfengi ekki hið eina nauðsynilega, en sá sem aldrei bragðar vín, hefir mikið betri framtíðar- liorfur en sá sem drekkur, og þó lítið se. („Bðrne Tidende“) Sigurj. Jónsson þýddi. 15 arnavinir. Verzlunarhúsið H. P. Duus liefir ár eftir ár boðið börnum í Keflavík og grend á hugðnæma jólaskemtun, þar sem þau geta dansað í rúmgóðu húsi kringum slór jólatré alsett ljósum og eplum og öðrum gjöfum handa börn- um að draga um; una þau við þetta sem eðlilegt er alt kvöldið endurnærð á góðgjörðum og velvildarfullri um- gengni þeirra, er verzlunarliúsið hefir falið að annast um skemtunina. For- eldrarnir fylgja þangað börnum sínum, og ujóta ánægu af að liorfa á æsku- skarann í jólaskarti sínu, og hljóðfæra- sláttinn og jólasöngvana, sem hver ó- spiltur maður ann af alhuga. Á samkomunni í ár, hinn 4. þ. m. voru eftir farandi ljóð sungin, undir laginu: Ó, þá náð að eiga Jesú. Sjáið tréð i sumarskrúði, Sem að ykkur gelið er! Sjáið vagga léttar limar, Ljósakrónu hver ein ber!

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.