Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1908, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1908, Blaðsíða 8
6 ÆSKAN sýnir hægri hliðina af því. Ingólfur styðst við öndvðgissúlu sína. Á hana er markaður Óðinn í æsku og sitja hrafnar Óðins, Huginn og Muninn, á hverri öxl; þeir hrafnar sögðu Óðni tíðindi úr öllum heimum á hverjum morgni. Á hlið við óðin, er súlan skorin að fornum sið. Eru þar efst þessi orð rist í rúnum: »Sjálfr leið þú sjálfan þik«. En betur eiga þau eiga þan orð við Hjörleif fósthróður Ingólfs, því hann trúði á mátt sinn og megin, en ekki guðina, enda varð hann hamingjulítill. Þegar Ingólfur fann fóstbróður sinn veginn af þrælunum, þá mæltihann: »Lítið lagðist hér fyr- ir góðan dreng, er þrælar skyldu að bana verða, og sé eg svo hverjum verða, er eigi vill blóta«. Þar undir er ask- ur Yggdrasils, ímynd heimsins: »Hjörtr bitr ofan, en á hliðu fúnar, gnagar Niðhöggr neðan«. En viðhaldsins á askinum er ekki getið; það var mannvitið, en þó eink- um guðlegur kraftur, sem liélt honum uppi, svo hann trénaði hvorki né fún- aði, þó Níðhöggur gnagaði, og eitraði þá rótina, sem liann náði til. Mann- vitið eilt hrökk ekki til, að halda við trénu. Svona hugsuðu menn sér það þá, og svona er það í reyndinni. — Og lleira er rist þar á. Á stallanum er Ragnarökkur eða heimsendirinn. Pá reyna guðirnir og jötnarnir með sér í síðasta sinni og hvorirtveggja falla í þeim lokahardaga. Jörðin ferst líka og sólin og tunglið og alt sem er. En ekki er alt úti fyrir því. Jörðin rís aftur upp úr sjónum iðgræn og fögur. Synir eldri guðanna húa þar og Baldur hinn góði, sem beztur, blið- astur og bjartastur var allra guðanna. Og allir góðir menn fá þar að búa og njóta yndis um allan aldur á þessari iðgrænu Baldurseyju. En jötnarnir þetta alveg úr sögunni. Á þetta minnir myndin oss og margt, margt fleira, sem hér yrði ollangt upp að lelja. En þetta eru fegurstu og dýpstu drættirnir í lífi forfeðra vorra. Óbreytanleg. Smásaga eflir O. Stein. fýdd úr dönsku. (Niöurl.). Hún spurði með hljómglaðri röddu: »Hverju býr þú yflr, Gunna litla, sem þér liggur svo á að segja frá?« Gunna teygði sig yfir girðinguna og hvíslaði: »Fréttir hugsaðu þér bara, ég eignast vist bráðum mágkonur!« Tekla tók í næstu grein; það var þyrnirunnur, en hún tók ekki eftir þvi. »Er það mögulegt? Hvernig veistu það?« »Valdimar frændi kom aftur i dag; hann hal'ði haft mikið saman við Ós- vald að sælda og hann sagði, að Ósvald kæmi svo oí'l til síra Miinkos og list svo ákaílega vel á eina af dætrum lians.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.