Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 2

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 2
10 ÆSIvAN Hannes Hafstein og frú hans, Æskan flytur nú mynd af ráðherra íslands, Hannesi Hafstein og frú hans, Ragnheiði. Hannes Hafstein er sá fyrsti íslend- ingur, sem konungur vor hefur valið sér fyrir ráðgjafa, og hinn fyrsti sér- staki ráðgjaíi, er konungur vor hefur skipað til þess, samkvæmt stjórnarskrá vorri, að hafa íslands mál ein með höndum. Hannes Hafstein ann ættjöróu vorri af alhuga og hefur bæði vilja og krafta til að vinna hcnni gagn. Þetta hefur hann sýnt rækilega, meðal annars með þeim mörgu og mikilvægu lögum, sem hann hefur fengið konung vórn til að leggja fyrir alþingi og sem alþingi hef- ur l'allist á. Embætti hans er vegiegt, en vanda- samt og vanþakklátt og gegnir hann því með ötulleik og framkvæmdarsemi, en jafnframt gætni og lipurð. Það er rnikið af honum heimtað. Hann hefur mikla og góða hæfdeg- leika og er skáld gott. 011 börn æltu að kunna hið ljómandi lagra kvæði hans um Island: »Þú álfu vorrar yngsta land«. Frú Ragnheiður kona hans er dótt- ir séra Stefáns Thordersen (Helgasou- ar biskups) og konu hans Sigríðar (Ólafsdóttur Stepliensens frá Yiðey); ólst hún upp hjá Sigurði Melsted prestaskólakennara og frú hans Ástríði, föðursystur sinni. Frú Ragnheiður hefir einnig sýnt það á ýmsan hátt, að hún vill láta gott af sér leiða, bæta úr böli manna og létta undir með fátæk- um. Þá er hinn hörmulegi sjóskaði varð hér á Viðeyjarsundi 7. apríl 1906, var hún einn frumkvöðullinn að þvi, að félagsskapur hófst þá þegar hér í Rvík í þeim tilgangi, að alla fé til bjargráða í sjávarháska hér við Faxa- ílóa og til styrktar nánnstu aðstand- endum hinna drukknuðu. Á ýmsan hátt (toiubólu, lotteri o. 11.) salnaði fé- lag þetta talsverðu fé (á 4. þús. kr.) í þessu skyni. Einnig mun hún vera aðaifrumkvöðull barnahælisfélagsins og lætur sér einkar ant um hag þess og starfsemi alla. Félag þetta hefur það markmið, að taka ung börn til fósturs á daginn (og vist stundum marga sól- arhringa samíleytt) fyrir mæður þær hér í Rvík, er fyrir fátæktar sakir þurfa að yfirgefa heimili sin til atvinnurekst- urs. Það er þetta fjelag, sem látið hefur búa lil litlu, bláu merkin, er fálkinn er málaður á og orðin »Barnahælið Ivaritas« er prentað á. Merki þessifást lil sölu á öllum pósthúsum landsins og hver sem kaupir þau, styrkir barna- liælið. Ráðherrahjónin eiga 6 dætur á lífl; er hin elzta þeirra 14 ára en hin yngsta 5 ára. H. Hafstein hefir ort fjörugri ætt- jarðarljóð en llest íslenzk slcáld önnur, þau ljóð ættu börn að læra og syngja.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.