Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 3

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 3
ÆSKAN 11 Þetta er eitt: Nú vakna skógar, skrýðist björk og eik og skæran fuglar hefja róm og þýðir vindar strjúka ljúft í leik um lauf og blóm. Eg vildi cg fengi flutt þig, skógur, heim i fjallahlið og dalarann, svo klæöa mættir mold á stöövum þeim, sem mest eg ann. Ó, gæti eg mcr í heitan hringstraum breylt, eins heitan eins og blóö triitt er, þú ættarland, og straummagn streymdi heitt viö strendur þér. Og gæti cg andaö eins og heitur blær, um alla sveit meö vorsins róm, þá skyldi þíöast allur ís og snær, en aukast blóm. Nýnæmi. Kæru ungu vinir! Af því að eg álít, að barnablaðið »Æskan« sé málgagn unglingareglunnar á íslandi, líkt og »Templar« er það fyrir G. T. Regluna, þá langar mig að láta hana segja ykkur með minni aðstoðol'ur- lítið frá unglingastúku sem heitir »Svava« nr. 23. og á heima í Reykjavík. Það er þá fyrst til að taka, að stúkan er á tíunda árinu, (verður tíu ára 4. desember þ. á.) og hefur 98 meðlimi góða og gilda að fullorðnum meðtöld- um. Þótt þeir séu fáir, þá eru þeir að því er eg frekast veit, flestir góðir og trúir og það er fyrir mestu, eins og þið vitið. Að kveldi hins 26. desember síðast- liðinn, sem var annar dagur jóla, hélt stúkan jólatrésskemtun íyrir meðlimi sína, og máttu þeir, sem vildu hafa íor- eldra sína eða aðstandendur með sér. Skemtunin byrjaði kl. 5, með því að annar gæzlumaður henriar setti sam- komuna með nokkrum orðum og var síðan sungið: »Upp gleðjist allir gleðjist þér« o. s. frv. Síðan flutti sami maður stutta »jólaprédikun fyrir börn« eftir Zakarias Topelíus, sem þið eflaust sum haflð lesið í Æskunni fyrir tveim árum, þýdda af ritstjóranum. Að því loknu var sungið: »Fögur er foldin« o. s. frv. Þá var kveikt á nálægt limm álna háu jólatré, vel skreyttu og settu eitt hundrað ljósum, og þið getið hugsað ykkur, að fagurl var á' að líta, þegar búið var að kveikja og börnin höfðu skipað sér i tvísetta röð og gengu í kring um það syngjandi: »í Betlehem er barn oss fætt«, og »Heims um ból« o. s. frv. Síðan var skift milli barnanna sælgæti nokkru, er þeim var ætlað. Svo voru lesnar upp jólasögur og sungið á eflir: »Hærra minn guð til þín« o. s. frv. Þar næst var samspil á fiðlu og harmonium nokkur lög, og því næst dálítið hlé til að drekka kaffi; fengu öll börnin einn bolla af kaffi eða eitt glas af mjólk, eftir því sem þau sjálf kusu, með brauði ókeypis. Er því var lokið, var enn skemt með söguupplestri og hljóðfærasamspili. Og að lokum talaði br. Jón Árnason stór- gæslumaður ungtemplara nokkur skiln- aðar- og kveðju-orð til barnanna og var

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.