Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 5

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 5
Æ S K A N 13 blómunum«, sagði hann, »það er langt frá því, en þau sitja þar oft og eru þá að sjuga hunang úr þeim. En nú skal ég sýna þér dálítið, sem kann að geta fært þér heim sanninn. Þarna er víði- hrísla í brekkubarðinu á einu víðiblaðinu er ormur; svipaður kál- orminum og víðiblaðið er alt göt- ótteftir hann, því það er nú matur- inn hans. Við skulum taka maðkinn og fara heim með hann og láta hann upp á hyllu og gefa honum nóg af nýsprotnum víðihlöðum að éta, og hann þarf mikið að éta eftir stærð. Þetta gjörðu þeir. Nonni litli hafði hið mesta gaman af maðkinum og var ekki vitund smeykur við hann. Hann gægðist upp til hans og talaði við hann og gaf honum stundum hrauðmola, en maðkurinn vildi eklci éta brauð. Nú liðu nokkrir dagar, þá kallar pabbi á Nonna og sýnir honum, livernig maðkurinn var þá útlits. Þá var eins og hann væri þornaður upp. »Nú er hann víst dauður«, sagði Nonni og fór að hágráta. »Nei, hann er ekki dauður«, sagði pahbi hans, hann ætlar bara að fara að hvíla sig. Svo lét hann maðk- inn upp á aðra hyllu, hærra uppi og lagði grænt víðiblað ofan á hann. Og enn leið nokkur tími. Þá kallar pahbi á Nonna sinn aftur einn morgun og segir við hann: »Komdu nú og ílýttu þér; sko, hvað þarna er á hyllunni!« Það var þá fallegasta íiðrildi, þarna sat það og hreyfði vængina. »Þetta §r nú maðkurinn«, sagði pabbi, »nú er liann orðin að fiðrildi, og svona er nú gesla- fiðrildið og öll önnur íiðrildi og llugur lil orðið. Fiðrildin og flugurnar verpa eggjum og eggin verða að möðkum og maðkarnir að fiðrildum og flugum, þó að þeir sýnist ekki fallegir«. »Er þetta nú ekki skritið ævintýri, Nonni minn?« »Jú, A'íst er þelta skrít- ið«, sagði Nonni, »aldrei gat mér dottið i hug, að svona stæði á fiðrilduinim«. Síðan opnuðu þeir gluggann og lofuðu fiðrildinu að íljúga út til hinna fiðrild-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.