Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 6
14 ÆSKAN anna, sem gluggann. vóru að svífa fyrir utan Hvernig þú átt að vera við hana mömmu þína. Pú átt að ráðfæra þig við hana um öll áform þín og þótt þú hafir einsett þér eitthvað, átt þú að segja henni frá því, áður en þú framkvæmir það. Þú átt að grípa hvert tækifæri, sem gefst til að endurgjalda henni fyrirhöfn- ina, sem hún heíir haft fyrir því, að þú yrðir góður og hamingjusamur maður. Þú átt að bera vhðingu fyrir skoðun- um hennar, þótt þú, ef til vill, haíir notið betri mentunar en hún átti kost á í æsku sinni. Þú átt að gera henni kunna alla vini þína og segja henni frá öllum þínum barnslegu skemtunum og ánægjustund- um. Hún gleðst af því að heyra það og það gerir henni lífið léttara og yngir hana upp í anda. Þú átt að gera alt þitt til að sporna við því, að byrði ellinnar leggist of fljótt á hana. Getir þú Iétt einhverju verki af henni, áttu að gera það, svo hún haíi þeim mun hægra fyrir. Hún taldi aldrei eftir sér að gera alt fyrir þig, sem orðið gat þér til gagns. Sé hún orðin gömul og lasburða, svo hún getur ekki lengur gegnt húsmóður- störfum, þá mátt þú aldrei láta í ljósi óánægju yfir vanmætti hennar, heldur gera alt þitt til að sýna henni, að allir verði að taka tillit til hennar fyrst og fremst. Einu sinni varst þú ósjálfbjarga og þá lást þú upp á henni mömmu þinni og umbar hún það alt án möglunar. Sá drengur eða stúlka, sem gerir alt til að endurgjalda móður sinni það, sem þau skulda henni fyrir alla ummönnun hennar, mun verða elskuð og virt af öll- um samtíðarmönnum, og engin efi er á því, að æfi þeirra á síðan mun verða björt og heið. Þótt þú elskir móður þína af öllu hjarta, getur þú ekki elskað hana meir en hún elskar þig. Minstu þessa. Sigurj. Jónsson. Sólarlagsvísur gamlar. Senn er komið sólarlag — setst að norðurheiði, líður á þennan dýrðardag, drottinn veginn greiði. Senn er komið sólarlag — setst að norðurtindi. líður á þennan dýrðardag, drottinn stýri vindi. Senn er komið sólarlag — setst að norðurfjóllum, líður á þennan dýrðardag, drottinn hjálpi oss öllum,

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.