Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 7

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 7
ÆSKAN 15 Hugsaðu um það, Fyrir nokkru síðan las eg stutta sögu, sem er svo lærdómsrík, að eg verð að segja lesendum Æskunnar liana. Læknir nokkur í Lundunum var einn dag á gangi í einum skemtigarði borg- arinnar; þegar hann var orðin þreyttur settist hann á bekk til að livíla sig. Litlu síðar kom gamall maður þar að og settist á saina bekkinn. Eftir klæðnaði hans að dæma, áleit læknirinn, að hann væri frá fátækrahæli þar í grend. Lælcnirinn gaf sig þá á tal við hann og áltu þeir eftirfarandi tal saman: »Það er víst ekki neitt tiltalcanlega skemtileg æíl að lifa elliár sín á fátækra- hæli. Ilvað eruð þér annars gamall?« »Nálega áttræður«. »Hvaða atvinnu stundið þér?« »Trésmiði stundaði eg í rúm sextíu ár«. »Það er arðsörn atvinna, sem hefði átt að geta veitt nægilegt lífsviðurværi alla æfi. Má ég vera svo djarfur að spyrja, hvort þér hafið sóað eigum yðar í drykkjuskap?« »Nei, — ja, það er að segja, eg drakk litilsháttar öl þrisvar á dag, sem aðrir félagar mínir. Drykkjumaður hef eg ekki verið, eí' þér eigið við það«. »Nei, það átti eg nú ekki við, en eg hefði gaman af að vita, hve mikið ölið yðar kostaði yður daglega?« »Eg held það liafi verið nálægt 45 aurar á dag«. »Og livað lengi drukkuð þér þánnig?« »Það man ég nú ekki upp á hár, lík- lega eitthvað kringum sextíu ár«. Þá tók læknirinn ritblý og pappír, en gamli maðurinn liélt áfram að vand- ræðast yfir þessum sorglegu lífskjörum sínum. »Vinur minn«, mælti læknirinn, þegar hann hafði reiknað dæmi sitt, »eg get sagt yður, að ef þér liefðuð sparað þessa 45 aura á dag í (50 ár, ættuð þér nú 60,000 krónur; ef þér ætluð það fé núna þyrftuð þér ekki að vera í fátækrahæl- inu, heldur hefðuð nálægt 3000 krónur í árstekjur, eða hérum bil 60 lcrónur um vikuna«. Ef lesendur Æskunnar tækju upp á því, að spara saman nokkra aura á hverjum degi, eftir að þeir eru farnir að vinna sér eilthvað inn, gæti það orðið lagleg upphæð fyrir hvern ein- stakling, og landið á endanum. Hugsaðu um það. Sj. J. Börn fara í sópanda. Sú þrautin þótli mun léttari að fara í sópanda. Þá var undir því einu komið að kunna nóg af lausavísum. Þau Jón og Inga á Hóli léku sér löngum að því, og urðu svo vísufróð, að fáir urðu jafnokar þeirra þar á bæjunum í kring.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.