Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 8

Æskan - 01.02.1908, Blaðsíða 8
16 ÆSKAN Hér er eitt dæmi af því. /. Hver er sá veggur víður og hár, vænum settur röndum, grænn og rauður, gulur og blár, gerður af meistarahöndum? /. Öll eru börnin orðin svöng, allan vantar forðann; Þorra-dægur þykja löng, þegar hann blæs á norðan. J. Gott er að vera góðum hjá, geta sneitt hjá hinum, en sárt er að vera sviftur frá sínum beztu vinum. I. Fallegur ertu, frændi minn, furðu knár á velli; bið ég, guð á glókoll þinn gæfustraumum helli. J. Stíga þau dans í strjálum skóg, er stjarnan skín í vestri, og tóa þýtur ga-ga-gó og gengið er frá lestri. /. Sástu stjörnur sjö í hóp, sýndust þér þær gengnar langt? Gæskuríkur guð þær skóp, ganga þær því aldrei i-angt, J. Úti fiýgur fuglinn minn, sem forðum söng í runni, ekkert skjól á auminginn og ekkert sætt í munni. Svona héldu þau áfram í rökkrinu, þangað til mamma kveikti. Og þau urðu svo minnissterk af þessu, að alt toldi i þeim, sem þau heyrðu, vísur og kvæði og sögur. Ljóta vísu kváðu þau aldrei. Voru þetla ekki nytsamar íþróttir? Vilja börnin ekki fara að dæmi þeirra? S iwl ásögur. Dásamleg hjálp. Einu sinni hitti norsk skúta dreng á báti úti á miðjum Norðursjónum. Drengurinn hélt á biblí- unni sinni. Drengurinn var frá Eng- landi. Hann kvaðst hafa setið fram við sjó og verið að lesa í biblíunni sinni. En þá safnaðist hópur af drengj- um utan um hann og þeir hæddu hann og ertu; fór hann þá út í bát, sem flaut við bryggjuna, til þess að geta verið í næði. En drengirnir hjuggu þá á báts- festarnar og bátinn bar á sjó út; hann reyndi að róa til lands, en gat ekki á- unnið, því hann átti að sækja móti stríðu sjávarfalli. Á endanum vai'ð hann svo þreyttur að hann datt út af og sofnaði. Þegar norska skipshöfnin hitti hann, þá svaf hann svo fast, að þeir gátu með naumindum vakið hann. Þeir vörpuðu streng niður til hans, sem hann átti að taka í, svo þeir gætu dregið hann upp í skútuna, en hann var svo örmagna, að hann gat ekki haldið sér, því hann var búinn að vera þrjá daga og tvær nætur á sjónum. Skipstjóriun sagði frá því síðar, að sér hefði fundist, eins og hann vera til knúð- ur að sigla í þessa átt, sem drengurinn var, og að lítilli stundu liðinni kom hann auga á bátinn í kíki og drenginn sofandi í honum. Þetta er eitt dæmi þess, að guð heyr- ir bænir þeirra, sem reiða sig á hann. Pientsmiðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.