Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1908, Blaðsíða 1

Æskan - 01.03.1908, Blaðsíða 1
ÆSKAN BARNA-BLAÐ MEÐ M YN r> XJ M XI. árg. Elgnnrrétt heflr: St.-Stúka íslands [I.O.G.T.] Rvík. Marz 19 08. nitstjóri: séra Friörik Friðriksson. 5—6. tbl. iEttjarðarvísur. Já, íslendingar erum við, hiö unga landsins sonalið, þvi ættjörðina elskum vér, sem oss i skauti ber. í augum vorum er hún fríð, vér elskum hverja strönd og hlíð; hún á vorn söng, hún á vort ljóð, hún á vort hjartablóð. Þú blárra tinda blessuð grund, þig blessi drottinn alla stund; hann gaf oss þig, með gleði vér oss gefum aftur þér, þvi ljúíir feðtir íaðma' oss hér, sem fúsum huga vinna þér og móðttrhendur hlúa' oss að. Og hvað er sælla en það I Bernska og æska feðra vorra. Hefirðu nokkuð heyrt sagt frá því, ungi lesari minn, hvernig hagað var uppeldi barna og unglinga hjá for- feðrum vorum, áður en kristni kom eða meðan þeir voru heiðingjar? Verið getur, að þér sé forvitni á að vita eitthvað um það, svo þú gætir horið það saman við uppeldi barna og unglinga nú á dögum. Hér skal þá sagt hið helzta af upp- eldi því, sem börn frjálsva manna fengu að njóta. Þegar barnið var fætt og nær- konan (yfirsetukonan) hafði tekið við því, þá lagði hún það á jörðu. Þar var það svo látið liggja, þangað til faðir barnsins eða einhver frændi hans tók það upp sér á hönd og mælti svo fyrir, að það skyldi fæðast upp. En þætti honum barnið vesallegt eða ef það hafði einhver stór lýti eða svipur- inn var ekki að hans skapi, þá tók hann það ekki upp og lét þá einhvern húskarl sinn bera það út, eins og annað hræ. Pá var litið svo a, að ekkert barn hefði rétt á að lifa, sem ekki sýndist líklegt til mikils þroska. Ef fátækir íbreldrar áttu hlut að máli, þá var þeim leyft að bera börn sín út, svo þau yrðu hvorki þeim sjálfum né frændum þeirra til byrði, en alt af þótti það þó illa gert. Svo er sagt, að einu sinni hafi verið mikið hallæri hér á laudi í heiðni og þá hafi höfðingjar fyrir norðan land átt fund með sér, hvað tii ráðs skyldi taka. Þá var það ráð eins af höfð- ingjunum, að bera skyldi úi börn, en

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.