Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1908, Blaðsíða 2

Æskan - 01.03.1908, Blaðsíða 2
18 Æ S K A N drepa gamalmenni. Ekki hurfu þó allir að þessu grimdarfulla ráði; annar höiðingi, gegn og göfugur, sagði, að drengilegra væri að fæða upp börnin og hjálpa gamalmennunum og þá myndu guðirnir l)líðkast og árferðið batna. Af þessu má sjá, að mannslífið var ekki metið að miklu þá, ef börn eða gamalmenni áttu í hlut eða áðrir vesa- lingar. Það er því réttmætl sem síra Mattías kveður um heiðnu fornöldina: Heiðna öld heiftarköld mannlífsbrautar mánakvöld: ilt fyrir ilt og gott fyrir gott — það var þín íátæk íræði. bú myrtir veika, þú barst út börn, svo bú hinna ríku slæði. Þegar barnið hafði verið tekið upp af jörðu, til þess að fæðast upp, þá var það vatni ausið, því að menn trúðu því, að í vatninu væri hreinsandi og helgandi kraftur. Vatninu, sem barn- ið var ausið, fylgdi svo mikil helgi,að það var kallað morð, efbarn var bor- ið út eða drepið eftir það er það var vatni ausið. Um leið var því gef- ið nafn og látið heita eftir einhverjum frændum sínum, þeim sem mestir hamingjumenn þóttu verið hafa, því það var trú manna, að hamingjan fylgdi nafninu; geltk svo sama naínið í ættinni mann fram af manni, eins og Egill í ætt Egils Skallagrímssonar. Barninu var svo gefin einhver gjöf í nafnfesti: silfurhringur, hestur, skip, bújörð, vopn eða aðrir gripir. Þegar barnið tók fyrstu tönnina, þá var því og gefm einhver gjöf: hestur, skip, vopn eða aðrir gripir og var sú gjöf kölluð tannfé og helzt sá siður víða enn. Ríkir íoreldrar klæddu ungbörn sín mjúklega og höfðu þau í vöggu og' ekki skorti leikföng handa þeim. Börn- in hefðu heldur ekki orðið svo bráð- þroska og tápmikil, eins og sögurnar segja, ef eklci hefði verið vel með þau farið. Drengir urðu snemma miklir og sterkir, eins og Egill, og stúlkurnar engu síður, eins og Helga hin fagra. Það var algengt að börn voru feng- in öðrum til fósturs. Minni háttar mönnum þótti mikil upphefð í því, ef höfðingi fékk þeim barn sitt lil fósturs. Sá, sem við barninu tók, setti það í kné sér til merkis um það, að hann teldi sér skylt að ala það upp, eins og hann ætli það sjálfur. Vinir og frændur buðu hverjir öðrum fóstur, og víða er getið um mikla ástúð milli fósturbarna og barna fósturforeldranna. Þau fylgdust að i friði og slríði, í sæld og þrautum og skildi ekki á í orði né verki. Og þó einhver mörðnr gerði sitt til að spilla á milli þeirra, j)á tókst það ekki nærri alt af, heldur héldust trygðir þeirra til æíiloka. En oft og líldega oftar var fóstur- starflð falið á hendur konum eða körl- um á heimilunum sjálfum. í fyrstu voru það konur eingöngu, en j>egar drengirnir lcomust á legg, þá voru karlmenn látnir annast uppeldi þeirra og kenna þeim karlmannlegar íþróttir, leiki og aflraunir. Þeir, sem ólust upp

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.