Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1908, Blaðsíða 3

Æskan - 01.03.1908, Blaðsíða 3
Æ S K A N 19 heima vora kallaðir heimdragar eðá heimaalníngar. En þegar þeir fóru úr föðurhúsum.til að aila sér fjár og frama, þá var kallað að þeir hleyptu heim- draganum. Uppeldi drengjanna var svo háttað, að þeir yrðn sterkir menn og þolnir og miklir vexti, hraustir og harðfengir hæði til hernaðar og friðsamlegra slarfa. I ppeldi líkamans eða »líkamsment- unin«, sem nú er kallað, var þá i fyr- irrúmi, margskonar líkamlegar iþróttir. Yopnflmin var fremst allra íþrótla- Ungir menn tömdu sér að leggja með sverði, skjóta spjóti og skjóta ör af boga og vera bæði harðskeytir, lang- skeytir og beinskeytir. Þeir voru kall- aðir vel vígir, sem vopnfimir voru öðr- um fremur. Gunnar á Hlíðarenda var manna l>ezt vigur, því hann hjó jafnt báðum höndum eða skaut, ef hann vildi, og hann vó svo skjótt með sverði, að þrjú þótti á lofti sjá i einu; hann skaut líka manna bezt af boga og liæfði alt það, er hann skaut til. Hann hljóp líka meira en hæð sína í loft upp í öllum herklæðum og ekki skemra aftur en fram. Frá honum ersagtí Njálssögu (Njálu). Fang þreyttu margir menn eða glím- ur. »Komi nú einhver og fáist við inig, því nú em eg reiður«, er Ásaþór lát- inn segja i höllu Útgarða-Loka, en Ásaþór var guð glímumannanna. í glimum var mest uudir lipurðinni komið og snarleikanum og fótum meira beitt en höndum. Þessi glímubrögð voru nefnd, eins og nú, ýmsum nöfn- um: sveilla, lausamjöðm, leggjarbragð, hælkrókur o. s. frv. Á alþingi var fangabrekka og svo mun hafa verið á öllum þingstöðum. Glímdu þar margir menn og beittust fangbrögðum, því að jafnan var fjöl- ment á þingum, en konur og hinir eldri menn horfðu á. Það voru sjónleikirnir þá. Sumir ungir menn æfðu sig í að ganga í björg eða voru brattgengir; aðrir tömdu sér handahlaup og runnu áfram eins og hjól. Þeir, sem fóthvat- astir eða fráastir voru, runnu skeið eða hlupu í kapp hver við annan. Það þótti og hin bezta íþrótt, að kunna vel á sldðum, hlaupa eins og örskot ot'an þverbraltar brekkur á vetrarhjarni og geta rist ótal króka á íluginu og koma standandi niður af háum sköfl- um. Það var og kölluð góð iþrótt að kunna vel á ísleggjum eða hlaupa á hrossleggjum á hálu svelli ; það voru þá skautaferðir. Sund tömdu sér bæði ungir drengir og ungar stúlkur, bæði að synda langt í yfirborði vatns (langsund) og synda lengi í kafi (kafsund). í þeirri iþrótt ber Kjartan Ólafsson af öðrum íslendingum og ekki bar Ó- lafur konungur Tryggvason þar hærri hlut. Gunnar á Hliðarenda var líka syndur sem selur, enda er sagt, að enginn hafi verið sá leikur, að nokkur þyrfti við hann að keppa að líkam- legum iþróttum til. (níöui-u.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.