Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1908, Blaðsíða 6

Æskan - 01.03.1908, Blaðsíða 6
22 Æ S K A N að liver hlutur datt til jarðar, sem kastað var upp i loflið eða hrundi ofan af húsieðatré; en enginn vissi, hvernig á því stóð, enginn liafði hugsað neitt um það. Það var nú einu sinni svo og þar við létu menn sitja. Einu sinni gekk drepsótt mikil á Englandi. Þá varð hann að fara úr skóla og vera heima hjá móður sinni árlangt. Þá var hann einu sinni sem oftar staddur úti í eplagarðinum og sér þá hvar epli dettur niður úr einu trénu. Þetta var nú ekkert fágæt sjón, hann hefir víst oft séð það áður sjálf- ur. En í þetta sinn veitti hann því sérstaka eftirtekt og sú spurning kom upp 1 huga hans: Hvernig stendur á þvi, að eplið dettur ofan úr trénu? Hann sá, að einhver kraftur hlaut að liafa eins og kipt því niður úr trénu. Hann varði nú tímanum, sem hann var heima, líl þess að finna það út, hvernig á þessu stæði. Og hann fann það. Því olli aðdráltaraíl jarðarinnar. Hún dregur að sér alla hluti með aíli miklu og af því aðdráttarafli kemur öll þyngd og samsvarar 28 punda þrýstingu á hvern ferhyrnings-þuml- ung. En hann lét ekki staðar numið við þetta. Hann hélt áfram rannsókninni, þangað til hann fann, að það var samskonar kraftur, sem hélt jörðinni og öðrum stjörnum á ákveðnum braut- um í himingeiminum í kringum sól- ina (eða sólirnar, því fleiri sólir eru til en sól vor); þá var það fundið, hvernig gangi stjarnanna var varið, og vissu menn það ekki áður, en allir sáu, að þær hreifðust. Alt leiddi þetta af því, að hann fór að gera sér grein fyrir þvi, hvers vegna eplið hafði doltið. Annar Englendingur, Jakob Watt, bláfátækur maður í fátæklegu sjó- mannaþorpi. sat við eld og hitaði vatn i katli og þegar vatnið sauð, þá lyftist upp lokið á katlinum. Þetta hefir hann víst oft séð áður, eins og aðrir, en nú liugkvæmdist honum, að nota mætli þennan lcraft til þess að vinna mikil verk og lélta undir með manns- höndinni. Og svo varð hann frum- smiður gufuvélarinnar. Hann gekk ekki í skóla, til þess að læra þetta. Hann lærði það af sjálfum sér heima i fátæklega kotinu sínu. Af þessu gelið þið séð, kæru, ungu lesendur, að það er mjög undir eftir- tekt ykkar komið, hvað úr ykkur verður og hvað þið vilið til hlítar, og þó að þið eigið ekki öll kost á að ganga í skóla, þá getur það sannast, ef þið verðið eftírtektasöm, að »oftveit ólærður það, sem lærður ekki veit«. Bernskan. Fljótur er blómtími lífsins aö liða, ljómandi vorið,svo glatt sem það er, brátt kemur haustið og stormélið stríða, stirðnar þá döggin og fegurðin þver.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.