Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1908, Blaðsíða 7

Æskan - 01.03.1908, Blaðsíða 7
ÆSIÍAN. 23 Gjörum oss dagana glaða og bjarta, göngum i eilifa kærleikans spor; Ijósið guðs eilífa yngir vort hjarta, ellinni breytir í skínandi vor. Nýju skórnir i gamla ölbrúsanum. Gaman þætti mér að vita, hvort ekki væru skór i honum, brúsanum þeim arna«, sagði Ivarl litli, þar sem hann sat og var að skoða gamlan leir- brúsa í krók og kring. Ofan í liann gat hann ekki séð, þó hann tæki úr honum tappann og lili ofan í hann. Það fell alt ofan lílil hirta niður um stútinn á honum, til þess hann gæti séð, hvað innan i honum væri. Og þarna sat Karl og braut um þetta heilann. Iiann langaði svo ósköp mikið til að fá nýja skó, því að hann álti að fara í lcaupstað með honum pahba sínum, eins og aðrir drengir þar í sveitinni. Móðir hans hafði lof- að honum þvi, að hún skyldi þvo föt- in hans og hæta þau, svo hann gæti orðið reglulega vel lil lára. En það dugði nú ekki mikið, íýrst engir voru skórnir. Gömlu skórnir hans voru alveg útgengnir og á berum fótunum gat hann þó ekki gengið. Honum ílaug nú í hug, livort hann ætti nú ekki að ráðast i að brjóta ó- hræsis hrúsann og vita það víst, hvort ekki væru nú nýir skór í honum. En jafnframt kom honum það til hugar, að pahhi lians myndi ekki verða hýr .í horn að taka, ef hann kæmi að lion- um og sæi að hrúsinn væri allur í molum. Faðir hans fór venjulega seintáfæt- ur á morgnana og alt af skyldi það vera brúsinn, sem hann svipaðist eftir fyrst af öllu. Hann verður hræðilega vondur við mig, hugsaði Karl með sér og ég fæ vist rétt að eins að kenna á vendinum. En — en ... ef i brúsan- um væru nú spánnýir skór? Því lengur sem hann hugsaði um þetta, þvi fastari tökum náði freistingin á honum. Hann stóð upp, fekk sér vænan stein og—kastaði honum af ölln alli í brúsann. Og brúsinn fór náttúrlega í marga mola. Það var nú sjón að sjá ganginn á honum, þegar hann fór að krafsa í brotunum, því nú hjóst hann við að finna þar skóna og marga aðra góða gripi. En það iór heldur af lionum móðurinn, þegar hann fann ekki nokk- urn skapaðan hlut annan en brotin, og lyktarslæman vökva, sem loddi við fmgurgómana. 1 sömu svifunum heyi'ði hann, að pahbi hans var að koma og spurði heldur harkalega: »Nú, nú, livað er nú þetta?« Karl spratt upp i mesta ofboði. »Hver hefir mölbrotiðbrúsann minn?« spurði faðir hans með þrumandi röddu. »Það gerði ég«, svaraði Karl og stóð á öndinni af ótta. »Hvers vegna gerir þú það?« Karl leit upp. Honum fanst pabbi sinn segja þetta i mýkri róm en hann liafði búist við. Og faðir hans var

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.